Aðeins eitt álver vegna mengunar 19. maí 2005 00:01 Aðeins er svigrúm fyrir eitt stórt álver í viðbót á Íslandi til ársins 2012 samkvæmt íslenska sérákvæðinu í Kyoto-bókuninni. Þetta er talið ýta undir álverskapphlaupið sem nú er hafið. Valdið til að úthluta mengunarkvótanum er í höndum iðnaðarráðherra. Alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir takmarka það hversu mörg álver megi reisa í landinu. Íslendingum tókst reyndar í Kyoto-samningunum um loftlagsmengun að fá inn séríslenskt ákvæði sem gefur þeim rýmri heimildir til mengunar jarðar umfram aðrar þjóðir. Samkvæmt því má útstreymi koltvísýrings frá nýrri stóriðju sem hefur starfsemi eftir árið 1990 aukast um allt að 1.600 þúsund tonn á ári. Og það er þegar byrjað að étast af mengunarkvóta Íslands. Straumsvík tók fyrsta skammtinn með stækkun álversins árið 1997 og síðan bættist Norðurál við. Stækkun í Straumsvík og Norðurál tóku jafnmikið af kvótanum, um 440 þúsund tonn samtals, samkvæmt tölum frá iðnaðarráðuneytinu. Þá eru eftir 1.160 þúsund tonn af koltvísýringi til að blása út í andrúmsloftið á hverju á ári. Stórum hluta af því er þegar ráðstafað. Fjarðaál sem verið er að reisa á Austurlandi mun taka 486 þúsund tonn og stækkun Norðuráls sem stendur yfir mun taka 257 þúsund tonn. Þá er eftir óráðstafað 417 þúsund tonnum af koltvísýringi. Iðnaðarráðuneyti áætlar að það samsvari 276 þúsund tonna álframleiðslu á ári. Þess má geta að álverið í Reyðarfirði verður með 320 þúsund tonna ársframleiðslu þannig að mengunarkvótinn sem eftir er dugar ekki í annað sambærilegt álver. Það yrði að vera minna. Þessi takmarkaði kvóti er talinn ýta undir það kapp sem nú virðist hlaupið í sveitarstjórnarmenn og álfyrirtæki. Valdið til úthluta kvótanum er í höndum iðnaðarráðherra samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar en engar reglur hafa hins vegar verið settar um hvernig fara skuli að við úthlutun ef margir sækja um. Verður það reglan fyrstur kemur, fyrstur fær, verður það pólitísk úthlutun eða verður kvótinn seldur hæstbjóðanda? Það er raunar óvíst hversu miklar hömlur verða í reynd á mengunarmöguleikum Íslands. Skuldbindingar Kyoto-samningsins gilda til ársins 2012 og forsætisráðherra lýsti því yfir í þingumræðu í vetur að Ísland myndi við endurskoðun samningsins sækjast eftir frekari undanþágum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Aðeins er svigrúm fyrir eitt stórt álver í viðbót á Íslandi til ársins 2012 samkvæmt íslenska sérákvæðinu í Kyoto-bókuninni. Þetta er talið ýta undir álverskapphlaupið sem nú er hafið. Valdið til að úthluta mengunarkvótanum er í höndum iðnaðarráðherra. Alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir takmarka það hversu mörg álver megi reisa í landinu. Íslendingum tókst reyndar í Kyoto-samningunum um loftlagsmengun að fá inn séríslenskt ákvæði sem gefur þeim rýmri heimildir til mengunar jarðar umfram aðrar þjóðir. Samkvæmt því má útstreymi koltvísýrings frá nýrri stóriðju sem hefur starfsemi eftir árið 1990 aukast um allt að 1.600 þúsund tonn á ári. Og það er þegar byrjað að étast af mengunarkvóta Íslands. Straumsvík tók fyrsta skammtinn með stækkun álversins árið 1997 og síðan bættist Norðurál við. Stækkun í Straumsvík og Norðurál tóku jafnmikið af kvótanum, um 440 þúsund tonn samtals, samkvæmt tölum frá iðnaðarráðuneytinu. Þá eru eftir 1.160 þúsund tonn af koltvísýringi til að blása út í andrúmsloftið á hverju á ári. Stórum hluta af því er þegar ráðstafað. Fjarðaál sem verið er að reisa á Austurlandi mun taka 486 þúsund tonn og stækkun Norðuráls sem stendur yfir mun taka 257 þúsund tonn. Þá er eftir óráðstafað 417 þúsund tonnum af koltvísýringi. Iðnaðarráðuneyti áætlar að það samsvari 276 þúsund tonna álframleiðslu á ári. Þess má geta að álverið í Reyðarfirði verður með 320 þúsund tonna ársframleiðslu þannig að mengunarkvótinn sem eftir er dugar ekki í annað sambærilegt álver. Það yrði að vera minna. Þessi takmarkaði kvóti er talinn ýta undir það kapp sem nú virðist hlaupið í sveitarstjórnarmenn og álfyrirtæki. Valdið til úthluta kvótanum er í höndum iðnaðarráðherra samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar en engar reglur hafa hins vegar verið settar um hvernig fara skuli að við úthlutun ef margir sækja um. Verður það reglan fyrstur kemur, fyrstur fær, verður það pólitísk úthlutun eða verður kvótinn seldur hæstbjóðanda? Það er raunar óvíst hversu miklar hömlur verða í reynd á mengunarmöguleikum Íslands. Skuldbindingar Kyoto-samningsins gilda til ársins 2012 og forsætisráðherra lýsti því yfir í þingumræðu í vetur að Ísland myndi við endurskoðun samningsins sækjast eftir frekari undanþágum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira