Fáar konur í stjórnum innan ASÍ 19. maí 2005 00:01 Konur skipa aðeins níu af 66 stjórnarsætum í þeim landssamböndum sem aðild eiga að Alþýðusambandi Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar nema í stjórnmála- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Sex landssambönd eiga aðild að ASÍ. Segja má að jafnréttið sé mest hjá Landssambandi íslenskra verzlunarmanna þar sem sex karlar og fimm konur skipa stjórnina en þó er rétt að taka fram að konur eru rúm 62 prósent félagsmanna. Hjá Sjómannasambandinu, Rafiðnaðarsambandinu og MATVÍS er hins vegar engin kona í stjórn. Ein kona er í tólf manna stjórn Samiðnar og þrjár í þrettán manna stjórn Starfsgreinasambandsins þar sem konur eru 57 prósent félagsmanna. Konur eru alls rétt tæpur helmingur félagsmanna í þessum landssamböndum en aðeins 14 prósent stjórnarmanna. Ef allt er lagt saman má segja að kynjahallinn, það er fjöldi karla í stjórnum umfram hlutfall félaga í samböndunum, sé rúm 35 prósent. Það er Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, nemi í stjórnmála- og viðskiptafræði, sem stendur að rannsókninni og eru tölurnar frá árinu 2004. En hvað segir Alþýðusamband Íslands við þessu sláandi hlutfalli? Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir að forsvarsmenn ASÍ hafi ekki séð niðurstöðurnar en þeir viti að kynjahlutfall í mörgum stjórnum aðildarfélaga ASÍ og þeim stofnunum sem ASÍ eigi aðild að séu ekki í samræmi við fjölda félagsmanna og þar halli mjög á konur. Á síðasta ársfundi ASÍ hafi sérstaklega verið ályktað um þessi mál og óskað eftir því að sambandið hefði frumkvæði að því að móta jafnréttisstefnu sem hefði það m.a. að markmiði að bæta úr þessu. Halldór segi nýbúið að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins sem sinna eigi þessum málaflokki. Aðspurður hvort hann vonist til að þetta hlutfall breytist í nánust framtíð segir Halldór að sambandið bæði vonist til þess og ætli að vinna að því með markvissum hætti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Konur skipa aðeins níu af 66 stjórnarsætum í þeim landssamböndum sem aðild eiga að Alþýðusambandi Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar nema í stjórnmála- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Sex landssambönd eiga aðild að ASÍ. Segja má að jafnréttið sé mest hjá Landssambandi íslenskra verzlunarmanna þar sem sex karlar og fimm konur skipa stjórnina en þó er rétt að taka fram að konur eru rúm 62 prósent félagsmanna. Hjá Sjómannasambandinu, Rafiðnaðarsambandinu og MATVÍS er hins vegar engin kona í stjórn. Ein kona er í tólf manna stjórn Samiðnar og þrjár í þrettán manna stjórn Starfsgreinasambandsins þar sem konur eru 57 prósent félagsmanna. Konur eru alls rétt tæpur helmingur félagsmanna í þessum landssamböndum en aðeins 14 prósent stjórnarmanna. Ef allt er lagt saman má segja að kynjahallinn, það er fjöldi karla í stjórnum umfram hlutfall félaga í samböndunum, sé rúm 35 prósent. Það er Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, nemi í stjórnmála- og viðskiptafræði, sem stendur að rannsókninni og eru tölurnar frá árinu 2004. En hvað segir Alþýðusamband Íslands við þessu sláandi hlutfalli? Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir að forsvarsmenn ASÍ hafi ekki séð niðurstöðurnar en þeir viti að kynjahlutfall í mörgum stjórnum aðildarfélaga ASÍ og þeim stofnunum sem ASÍ eigi aðild að séu ekki í samræmi við fjölda félagsmanna og þar halli mjög á konur. Á síðasta ársfundi ASÍ hafi sérstaklega verið ályktað um þessi mál og óskað eftir því að sambandið hefði frumkvæði að því að móta jafnréttisstefnu sem hefði það m.a. að markmiði að bæta úr þessu. Halldór segi nýbúið að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins sem sinna eigi þessum málaflokki. Aðspurður hvort hann vonist til að þetta hlutfall breytist í nánust framtíð segir Halldór að sambandið bæði vonist til þess og ætli að vinna að því með markvissum hætti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira