Húsavík sé eðlilegur fyrsti kostur 18. maí 2005 00:01 Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. Innbyrðist sundrung Norðlendinga um staðarval er talið geta komið í veg fyrir að álver rísi þar yfir höfuð. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri í gær lýsti bauð bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson það óvænt fram að Húsavík yrði fyrsti kostur. Hann segir að það hafi legið fyrir í langan tíma að Þingeyingar og Eyfirðingar hafi ekki náð saman um þessi mál og þá sé framgangur verkefnisins á svæðinu í algjörri pattstöðu. Einhverjar leiðir verði menn að finna til að losna úr henni til þess að halda samkeppnishæfni Norðurlands til jafns við aðra landshluta. Kristján segir grundvallaratriði að heimamenn og ekki síst sveitastjórnarmenn á svæðinu leiði strauma sína og krafta saman þannig að þeir geti unnið að sama markmiði og stóriðja rísi á Norðurlandi ef stjórnvöld ákveði að nýta þá heimild sem þau hafi til að losa mengunarkvóta samkvæmt Kyoto-samkomulaginu til þess verkefnis. Valgerður Sverrisdóttir iðanaðarráðherra segist meta yfirlýsingu Kristjáns Þórs mikils og hún skilji hana þannig að bæjarstjórinn vilji reyna að ná meiri samstöðu á Norðurlandi um þessi mál, en um það hafi hún rætt. Vitað sé að það sé mikil orka í Þingeyjarsýslu og það sé því ekki óeðlilegt að horft sé á það fyrst hvort hægt sé að nýta orkuna nálægt upptökum hennar. Hún segir að þótt staða Þingeyjarsýslu sé sterk hafi Húsavík einnig veikleika, ekki síst jarðskjálftahættu. Álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík eru einnig til umræðu. Er raunhæft að þessar framkvæmdir fari allar af stað á næstu árum? Valgerður telur að ræða þurfi hvort það sé í raun svigrúm til að byggja hvort tveggja. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum gagnrýna Valgerði harðlega í dag fyrir að draga taum Norðlendinga. Valgerður segir að það sé löngu opinbert mál að stjórnvöld vinni að stóriðjumálum á Norðurlandi en unnið hafi verið að öðrum málum á Suðurnesjum. Ekki verði hætt við á Norðurlandi þegar búið sé að setja milljónatugi í rannsóknir þar þó að skrifað sé undir viljayfirlýsingu á Suðurnesjum. Því fer fjarri að sátt ríki um framhald stóriðjuuppbyggingar. Þingflokkur Vinstri - grænna ályktaði í morgun að frekari stóriðjuviðræðum yrði slegið á frest fram yfir næstu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir að flokkurinn telji löngu tímabært að þjóðin fái að láta sitt álit í ljós og það geti hún gert í síðasta lagi í alþingiskosningum 2007 að því tilskildu ekki hafi verið teknar óafturhverfar ákvarðanir fyrr. Það sé lágmarkskrafa að menn láti nú staðar numið og taki ekki frekari bindandi ákvarðanir um áframhald á þeirri orkuútsölustefnu sem sé við lýði fyrr en að afloknum kosningum 2007, með nýju umboði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. Innbyrðist sundrung Norðlendinga um staðarval er talið geta komið í veg fyrir að álver rísi þar yfir höfuð. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri í gær lýsti bauð bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson það óvænt fram að Húsavík yrði fyrsti kostur. Hann segir að það hafi legið fyrir í langan tíma að Þingeyingar og Eyfirðingar hafi ekki náð saman um þessi mál og þá sé framgangur verkefnisins á svæðinu í algjörri pattstöðu. Einhverjar leiðir verði menn að finna til að losna úr henni til þess að halda samkeppnishæfni Norðurlands til jafns við aðra landshluta. Kristján segir grundvallaratriði að heimamenn og ekki síst sveitastjórnarmenn á svæðinu leiði strauma sína og krafta saman þannig að þeir geti unnið að sama markmiði og stóriðja rísi á Norðurlandi ef stjórnvöld ákveði að nýta þá heimild sem þau hafi til að losa mengunarkvóta samkvæmt Kyoto-samkomulaginu til þess verkefnis. Valgerður Sverrisdóttir iðanaðarráðherra segist meta yfirlýsingu Kristjáns Þórs mikils og hún skilji hana þannig að bæjarstjórinn vilji reyna að ná meiri samstöðu á Norðurlandi um þessi mál, en um það hafi hún rætt. Vitað sé að það sé mikil orka í Þingeyjarsýslu og það sé því ekki óeðlilegt að horft sé á það fyrst hvort hægt sé að nýta orkuna nálægt upptökum hennar. Hún segir að þótt staða Þingeyjarsýslu sé sterk hafi Húsavík einnig veikleika, ekki síst jarðskjálftahættu. Álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík eru einnig til umræðu. Er raunhæft að þessar framkvæmdir fari allar af stað á næstu árum? Valgerður telur að ræða þurfi hvort það sé í raun svigrúm til að byggja hvort tveggja. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum gagnrýna Valgerði harðlega í dag fyrir að draga taum Norðlendinga. Valgerður segir að það sé löngu opinbert mál að stjórnvöld vinni að stóriðjumálum á Norðurlandi en unnið hafi verið að öðrum málum á Suðurnesjum. Ekki verði hætt við á Norðurlandi þegar búið sé að setja milljónatugi í rannsóknir þar þó að skrifað sé undir viljayfirlýsingu á Suðurnesjum. Því fer fjarri að sátt ríki um framhald stóriðjuuppbyggingar. Þingflokkur Vinstri - grænna ályktaði í morgun að frekari stóriðjuviðræðum yrði slegið á frest fram yfir næstu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir að flokkurinn telji löngu tímabært að þjóðin fái að láta sitt álit í ljós og það geti hún gert í síðasta lagi í alþingiskosningum 2007 að því tilskildu ekki hafi verið teknar óafturhverfar ákvarðanir fyrr. Það sé lágmarkskrafa að menn láti nú staðar numið og taki ekki frekari bindandi ákvarðanir um áframhald á þeirri orkuútsölustefnu sem sé við lýði fyrr en að afloknum kosningum 2007, með nýju umboði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira