Tilfinningalegt svigrúm við Múrinn 17. maí 2005 00:01 Forsetahjónin heimsóttu Kínamúrinn í morgun. Forsetinn þurfti sitt tilfinningalega svigrúm til að upplifa múrinn, eitt af sjö undrum veraldarinnar. Forsetafrúin virtist hins vegar haldin heimþrá. Eva Bergþóra er í Kína. Forsetahjónin voru ánægð með ferðina hingað að Kínamúrnum. Þetta var í fyrsta sinn Ólafur Ragnar heimsækir hann en Dorrit er þarna alvön, enda hefur hún mikla reynslu af Kína. Þegar hún var 23 ára, árið 1973, tók hún í þrjá mánuði þátt í uppgreftri leirhestsins fræga í Sían ásamt föður sínum. Dorrit hefur margoft heimsótt Kína frá þessum tíma en hún segir mikið hafa breyst frá því hún dvaldi hér fyrir 32 árum. Þá voru fáir bílar og flestir íbúar landsins klæddust svipuðum fötum í anda Maó formanns. Þá var heldur ekki búið að endurbyggja þann hluta Kínamúrsins sem hjónin heimsóttu í dag. Þegar forsetahjónin voru spurð hvað þeim væri efst í huga, standandi á Kínamúrnum, svaraði Dorrit því til að hún vildi frekar vera á Íslandi. Ólafur Ragnar sagði að þau þyrftu að fá tækifæri til að skynja staðinn og njóta hans, áður en þau myndu tjá sig um það. Hressandi ganga upp hið merkilega mannvirki varð forsetanum innblástur. Að henni lokinni sagði hann Íslendinga í rauninni unga þjóð í ljósi þeirrar sögu sem birtist þeim þarna. Kínverjar hefðu því mikið að miðla okkur. „Við getum nálgast þá af ákveðnu lítillæti. Við erum stolt af okkar sögu, teljum hana merkilega, en hún er í raun og veru ung samanborið við þá sem við sjáum hér,“ sagði Ólafur. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Forsetahjónin heimsóttu Kínamúrinn í morgun. Forsetinn þurfti sitt tilfinningalega svigrúm til að upplifa múrinn, eitt af sjö undrum veraldarinnar. Forsetafrúin virtist hins vegar haldin heimþrá. Eva Bergþóra er í Kína. Forsetahjónin voru ánægð með ferðina hingað að Kínamúrnum. Þetta var í fyrsta sinn Ólafur Ragnar heimsækir hann en Dorrit er þarna alvön, enda hefur hún mikla reynslu af Kína. Þegar hún var 23 ára, árið 1973, tók hún í þrjá mánuði þátt í uppgreftri leirhestsins fræga í Sían ásamt föður sínum. Dorrit hefur margoft heimsótt Kína frá þessum tíma en hún segir mikið hafa breyst frá því hún dvaldi hér fyrir 32 árum. Þá voru fáir bílar og flestir íbúar landsins klæddust svipuðum fötum í anda Maó formanns. Þá var heldur ekki búið að endurbyggja þann hluta Kínamúrsins sem hjónin heimsóttu í dag. Þegar forsetahjónin voru spurð hvað þeim væri efst í huga, standandi á Kínamúrnum, svaraði Dorrit því til að hún vildi frekar vera á Íslandi. Ólafur Ragnar sagði að þau þyrftu að fá tækifæri til að skynja staðinn og njóta hans, áður en þau myndu tjá sig um það. Hressandi ganga upp hið merkilega mannvirki varð forsetanum innblástur. Að henni lokinni sagði hann Íslendinga í rauninni unga þjóð í ljósi þeirrar sögu sem birtist þeim þarna. Kínverjar hefðu því mikið að miðla okkur. „Við getum nálgast þá af ákveðnu lítillæti. Við erum stolt af okkar sögu, teljum hana merkilega, en hún er í raun og veru ung samanborið við þá sem við sjáum hér,“ sagði Ólafur.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira