Innlent

Áframhaldandi mannréttindaviðræður

Íslendingar munu eiga opnar viðræður um mannréttindi við Kínverja, byggðar á gagnvirkum skilningi, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem átti fund með Kínaforseta í dag. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. Hu Jintao, forseti Kína, bauð Ólafi Ragnari til Kína en aðeins fjórir leiðtogar fá slíkt boð á hverju ári, enda leggja Kínverjar greinilega mikið upp úr því að gera vel við gesti sína. Þjóðsöngur Íslendinga, friðelskandi eyjaskeggja úr norðri, var spilaður af lúðrasveit hersins fyrir gestina í dag, skreyttur fallbyssuskotum. Móttakan fór fram á hinu fræga Torgi hins himneska friðar og voru allir aðrir en gestirnir reknir þaðan áður. Ólafur Ragnar segir það jákvætt að Jintao hafi óskað eftir því að fundir þjóðanna yrðu tíðari og fleiri sendinefndir kæmu í heimsókn. Kínaforseti óskaði ekki aðeins eftir því að fulltrúar ríkisstjórna myndu ræðast við heldur einnig fulltrúar stjórnmálaflokka, þjóðþinga og almannahreyfinga ýmiss konar. Ólafur segir það mikilvægt lýðræðislegt boð til að koma þeim áherslum á framfæri. „Ég vona að bæði verkalýðshreyfingin og stjórnmálaflokkarnir taki því góða boði á næstu árum,“ segir Ólafur Ragnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×