Innlent

Sinubrunar í Breiðholti

Miklir sinueldar brutust út í Elliðárdalnum skömmu eftir hádegi í gær. Að sögn Slökkviliðsins hefur verið kveikt í á fjórum stöðum að minnsta kosti.  Það tók slökkviliðið um eina klukkustund að ráða niðurlögum eldsins en það fékk aðstoð frá starfsmönnum hverfismiðstöðvar gatnamálastjóra í Breiðholti. Lögreglan var í kring að leita brennuvarganna en þeir hafa enn ekki fundist og er málið enn í rannsókn. Á myndinni sést Haukur Grönli slökkviliðsmaður glíma við eldinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×