Innlent

Hæstu styrkir nema hálfri milljón

Menningarsjóður hefur úthlutað 17,5 milljónum króna í styrki til 69 verkefna. Færri fengu en sóttu um því alls sóttu 109 einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félög um styrki að andvirði 123 milljóna króna. Hæstu styrkirnir nema hálfri milljón króna. Þá fengu Ágúst Þór Árnason vegna Stjórnarskrárbókarinnar, Edda útgáfa vegna Skáklandsins Íslands og skáksögu heimsins sem Hrafn Jökulsson skrifar og Háskólaútgáfan vegna útgáfu á ávörpum, fyrirlestrum og ræðum Matthíasar Johannessens í ritstjórn Ástráðs Eysteinssonar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×