Skuggaleg skuldaauking borgarinnar 17. maí 2005 00:01 "Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar en önnur umræða um ársreikning borgarinnar fyrir síðasta ár fór fram í gær. Við umræðuna sakaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Vilhjálm um að hafa farið með dylgjur við fyrri umræðu málsins og sagði Vilhjálm ekki hafa fært nein dæmi um þá óreiðu sem hann telur vera í þeim ársreikningi sem lagður var fram. Sagði hún að í orðum Vilhjálms fælust harðar ásakanir á alla þá óháðu endurskoðendur sem hann yfirfóru og aðra þá sem að honum komu. Vilhjálmur svaraði því til að tekið hefði verið fram í gagnrýni sinni að hún ætti við um yfirstjórn borgarmála, R-listann, en ekki aðra enda væri ábyrgð þar og hana þyrftu menn að axla. Sjálfstæðismenn benti á að á rúmum tíu árum hafi skuldir samstæðu borgarinnar í heild vaxið úr fjórum milljörðum króna í 56 milljarða á síðasta ári sem eitt og sér væri nógu slæmt en með tilliti til þess að tekjur borgarinnar á sama tíma hafi margfaldast sé þessi niðurstaða skuggaleg. Samkvæmt útreikningum á rekstrarniðurstöðu fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld á hvern íbúa á síðasta ári hafi Reykjavík, eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sýnt neikvæða stöðu. Dæmin sýni þannig og sanni að stjórnsýsla R-listans sé í uppnámi Sjálfstæðismenn notuðu tækifærið áður en umræðan hófst og opnuðu svokallaða Skuldaklukku á vefsíðunni betriborg.is en sú klukka mælir skuldaaukningu borgarinnar í ýmsum tímaeiningum. Samkvæmt henni aukast skuldir heildarsamstæðu borgarinnar um rúmar 26 milljónir króna á hverjum degi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
"Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar en önnur umræða um ársreikning borgarinnar fyrir síðasta ár fór fram í gær. Við umræðuna sakaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Vilhjálm um að hafa farið með dylgjur við fyrri umræðu málsins og sagði Vilhjálm ekki hafa fært nein dæmi um þá óreiðu sem hann telur vera í þeim ársreikningi sem lagður var fram. Sagði hún að í orðum Vilhjálms fælust harðar ásakanir á alla þá óháðu endurskoðendur sem hann yfirfóru og aðra þá sem að honum komu. Vilhjálmur svaraði því til að tekið hefði verið fram í gagnrýni sinni að hún ætti við um yfirstjórn borgarmála, R-listann, en ekki aðra enda væri ábyrgð þar og hana þyrftu menn að axla. Sjálfstæðismenn benti á að á rúmum tíu árum hafi skuldir samstæðu borgarinnar í heild vaxið úr fjórum milljörðum króna í 56 milljarða á síðasta ári sem eitt og sér væri nógu slæmt en með tilliti til þess að tekjur borgarinnar á sama tíma hafi margfaldast sé þessi niðurstaða skuggaleg. Samkvæmt útreikningum á rekstrarniðurstöðu fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld á hvern íbúa á síðasta ári hafi Reykjavík, eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sýnt neikvæða stöðu. Dæmin sýni þannig og sanni að stjórnsýsla R-listans sé í uppnámi Sjálfstæðismenn notuðu tækifærið áður en umræðan hófst og opnuðu svokallaða Skuldaklukku á vefsíðunni betriborg.is en sú klukka mælir skuldaaukningu borgarinnar í ýmsum tímaeiningum. Samkvæmt henni aukast skuldir heildarsamstæðu borgarinnar um rúmar 26 milljónir króna á hverjum degi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira