Fékk fyrstur gervihjarta á Íslandi 15. maí 2005 00:01 Gervihjarta var sett í sjúkling í fyrsta sinn á Íslandi fyrir tíu dögum. Örn Elísson fékk gervihjarta til að komast í gegnum hjartaaðgerð sem hann hefði annars ekki lifað af. Örn, sem er 64 ára, þurfti að fara í kransaæðaaðgerð en hann hafði áður farið í slíka aðgerð árið 1988. Síðan þá hefur hann tvívegis farið í kransaæðavíkkun og er hann enn með mikla brjóstverki. Það var hins vegar ekki fyrr en með tilkomu gervihjartans sem hægt var að gera þá aðgerð sem Örn þurfti. Örn var eldhress í dag, tíu dögum eftir aðgerðina. Aðspurður hverju aðgerðin breyti segir Örn segir hana breyta öllu og hann sé eins og nýr maður. Aðspurður hvort hann finni að hjartað sé komið í lag segist hann gera það og hann hafi ekki fengið neina brjóstverki. Nú bíði hann bara spenntur eftir að komast heim. Dæla sem er hluti gervihjartans var sett í gegnum ósæðina og inn í hjartað í Erni þar sem hún tók við að dæla blóði úr einu hólfi hjartans og upp í ósæðina. Á meðan gat hjartað í honum hvílt sig og jafnað sig eftir aðgerðina sem gerð var. Dælan er drifin áfram með rafmagni sem stjórnað er af eins konar stjórnstöð. En var gervihjartað lífsnauðsynlegt fyrir Örn? Bjarni Torfason, yfirlæknir á hjartaskurðdeild, segir að það hafi verið ljóst að gera þyrfti hjartaleysiaðgerð á Erni og nýja kransæðaskurðaðgerð en hjartað hafi verið svo illa farið að það hafi verið talið útilokað að hann myndi lifa af aðgerð miðað við rannsóknir og mælingar. Með tilkomu gervihjartans hafi verið hægt að ráðast í aðgerðina. Læknar hafi getað verið þess fullvissir að viðgerðin myndi bjarga Erni, en það þyrfti að halda honum á lífi á meðan hjartað væri að jafna sig eftir aðgerðina. Gervihjartað getur verið í sjúklingi í upp undir sjö daga en það var tekið úr Erni eftir þrjá daga þegar hans eigið hjarta hafði jafnað sig eftir aðgerðina og gat tekið aftur við að dæla blóðinu. En hverjar voru lífslíkur Arnar áður en gervihjartað kom til sögunnar? Bjarni segir ljóst að það hefði hallað undir fæti áfram en enginn viti hvað fólk með svæsin einkenni lifi lengi. Nú horfi Örni hins vegar fram á að vera alveg frískur án allra einkenna frá hjarta. Gervihjartað geri fólki keift að fara í aðgerð sem áður þoldi ekki slíkt álag og sparar það bæði tíma og peninga því hjarta í hvíld jafnar sig mun fyrr, en einn dagur á gjörgæslu kostar 250 þúsund krónur. Ekki verður látið þar við sitja heldur er verið að safna peningum fyrir varanlegu gervihjarta. Slíkt hjarta getur til dæmis hjálpað þeim sem bíða hjartaígræðslu eða þeim sem ekki koma til greina í ígræðslu, til dæmis sökum aldurs. Ekkert fé kom frá sjúkrahúsinu sjálfu til tækjakaupa í ár og er hjarta- og lungnadeildin algjörlega háð samskotum almennings. Það var minningasjóður Þorbjarnar Árnasonar sem sá um kaup gervihjartans fyrir deildina með fé sem safnaðist í sönuninni Í hjartastað. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Gervihjarta var sett í sjúkling í fyrsta sinn á Íslandi fyrir tíu dögum. Örn Elísson fékk gervihjarta til að komast í gegnum hjartaaðgerð sem hann hefði annars ekki lifað af. Örn, sem er 64 ára, þurfti að fara í kransaæðaaðgerð en hann hafði áður farið í slíka aðgerð árið 1988. Síðan þá hefur hann tvívegis farið í kransaæðavíkkun og er hann enn með mikla brjóstverki. Það var hins vegar ekki fyrr en með tilkomu gervihjartans sem hægt var að gera þá aðgerð sem Örn þurfti. Örn var eldhress í dag, tíu dögum eftir aðgerðina. Aðspurður hverju aðgerðin breyti segir Örn segir hana breyta öllu og hann sé eins og nýr maður. Aðspurður hvort hann finni að hjartað sé komið í lag segist hann gera það og hann hafi ekki fengið neina brjóstverki. Nú bíði hann bara spenntur eftir að komast heim. Dæla sem er hluti gervihjartans var sett í gegnum ósæðina og inn í hjartað í Erni þar sem hún tók við að dæla blóði úr einu hólfi hjartans og upp í ósæðina. Á meðan gat hjartað í honum hvílt sig og jafnað sig eftir aðgerðina sem gerð var. Dælan er drifin áfram með rafmagni sem stjórnað er af eins konar stjórnstöð. En var gervihjartað lífsnauðsynlegt fyrir Örn? Bjarni Torfason, yfirlæknir á hjartaskurðdeild, segir að það hafi verið ljóst að gera þyrfti hjartaleysiaðgerð á Erni og nýja kransæðaskurðaðgerð en hjartað hafi verið svo illa farið að það hafi verið talið útilokað að hann myndi lifa af aðgerð miðað við rannsóknir og mælingar. Með tilkomu gervihjartans hafi verið hægt að ráðast í aðgerðina. Læknar hafi getað verið þess fullvissir að viðgerðin myndi bjarga Erni, en það þyrfti að halda honum á lífi á meðan hjartað væri að jafna sig eftir aðgerðina. Gervihjartað getur verið í sjúklingi í upp undir sjö daga en það var tekið úr Erni eftir þrjá daga þegar hans eigið hjarta hafði jafnað sig eftir aðgerðina og gat tekið aftur við að dæla blóðinu. En hverjar voru lífslíkur Arnar áður en gervihjartað kom til sögunnar? Bjarni segir ljóst að það hefði hallað undir fæti áfram en enginn viti hvað fólk með svæsin einkenni lifi lengi. Nú horfi Örni hins vegar fram á að vera alveg frískur án allra einkenna frá hjarta. Gervihjartað geri fólki keift að fara í aðgerð sem áður þoldi ekki slíkt álag og sparar það bæði tíma og peninga því hjarta í hvíld jafnar sig mun fyrr, en einn dagur á gjörgæslu kostar 250 þúsund krónur. Ekki verður látið þar við sitja heldur er verið að safna peningum fyrir varanlegu gervihjarta. Slíkt hjarta getur til dæmis hjálpað þeim sem bíða hjartaígræðslu eða þeim sem ekki koma til greina í ígræðslu, til dæmis sökum aldurs. Ekkert fé kom frá sjúkrahúsinu sjálfu til tækjakaupa í ár og er hjarta- og lungnadeildin algjörlega háð samskotum almennings. Það var minningasjóður Þorbjarnar Árnasonar sem sá um kaup gervihjartans fyrir deildina með fé sem safnaðist í sönuninni Í hjartastað.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira