Samningur auki ekki líkur á álveri 15. maí 2005 00:01 Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík, auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. Reinhard segir að Norðurál sé það fyrirtæki sem Húsvíkingar hafi verið mest í viðræðum við og eigendur Norðuráls, Century Aluminum, hafi að mati þeirra talað þannig að þeir væru reiðubúnir að auka við sína starfsemi á Íslandi umfram þær stækkarnir sem fyrirhugaðar séu á Grundartanga. Aðspurður hvort samkomulagið á Suðurnesjum dragi ekki úr líkum á því að Norðurál reisi álver við Húsavík segir Reinhard að það fari eftir því hvað komi út úr undirbúningsvinnunni á Reykjanesi. Húsvíkingar hafi lagt á það áherslu að ná samstöðu um það verkefni sem unnið hafi verið að undanfarin ár og það skipti auðvitað mjög miklu máli að klára það. Það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á Suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær stjórnvöld myndu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi. Hún vonaðist til þess að samkomulag Suðurnesjamanna og Norðuráls þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Um þá fullyrðingu að það blasi ekki við að Norðlendingar nái samstöðu um einn stað fyrir álver segir Reinhard það sé ekkert víst, ekkert frekar en Íslendingar almennt nái saman um einn stað. Hann leggi þó áherslu á að í Þingeyjarsýslunum hafi menn allar forsendur til að reisa álver og hann vilji ekki trúa því fyrr en hann taki á því að íbúar annarra héraða, hvort sem þau eru nálægt Þingeyjarsýslu eða ekki, leggist gegn því að náttúruauðlindir í sýslunni verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu þegar allar forsendur séu til þess. Það væri mjög ankannaleg staða að standa frammi fyrir því. Aðspurður hvort honum finnist Eyfirðingar standa þannig að málum segir Reinhard að það verði að spyrja þá að því hvernig þeir ætli að afla orkunna fyrir stóriðjuver við vestanverðan Eyjafjörð. Það liggi ekki alveg á borðinu hvar sú orka sé í nágrenninu. Inntur eftir því hvort Þingeyingar ætli þá ekki að stuðla að því að sú orka komi úr Þingeyjarsýslum segir Reinhard að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík, auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. Reinhard segir að Norðurál sé það fyrirtæki sem Húsvíkingar hafi verið mest í viðræðum við og eigendur Norðuráls, Century Aluminum, hafi að mati þeirra talað þannig að þeir væru reiðubúnir að auka við sína starfsemi á Íslandi umfram þær stækkarnir sem fyrirhugaðar séu á Grundartanga. Aðspurður hvort samkomulagið á Suðurnesjum dragi ekki úr líkum á því að Norðurál reisi álver við Húsavík segir Reinhard að það fari eftir því hvað komi út úr undirbúningsvinnunni á Reykjanesi. Húsvíkingar hafi lagt á það áherslu að ná samstöðu um það verkefni sem unnið hafi verið að undanfarin ár og það skipti auðvitað mjög miklu máli að klára það. Það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á Suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær stjórnvöld myndu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi. Hún vonaðist til þess að samkomulag Suðurnesjamanna og Norðuráls þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Um þá fullyrðingu að það blasi ekki við að Norðlendingar nái samstöðu um einn stað fyrir álver segir Reinhard það sé ekkert víst, ekkert frekar en Íslendingar almennt nái saman um einn stað. Hann leggi þó áherslu á að í Þingeyjarsýslunum hafi menn allar forsendur til að reisa álver og hann vilji ekki trúa því fyrr en hann taki á því að íbúar annarra héraða, hvort sem þau eru nálægt Þingeyjarsýslu eða ekki, leggist gegn því að náttúruauðlindir í sýslunni verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu þegar allar forsendur séu til þess. Það væri mjög ankannaleg staða að standa frammi fyrir því. Aðspurður hvort honum finnist Eyfirðingar standa þannig að málum segir Reinhard að það verði að spyrja þá að því hvernig þeir ætli að afla orkunna fyrir stóriðjuver við vestanverðan Eyjafjörð. Það liggi ekki alveg á borðinu hvar sú orka sé í nágrenninu. Inntur eftir því hvort Þingeyingar ætli þá ekki að stuðla að því að sú orka komi úr Þingeyjarsýslum segir Reinhard að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira