Framkvæmdir gætu hafist 2007 14. maí 2005 00:01 Fulltrúar Norðuráls á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík. Framkvæmdir gætu hafist árið 2007. Málið snýst um hvort nægilegri raforku sé hægt að koma í Helguvík en Hitaveita Suðurnesja mun í samstarfi við Orkuveituna og Landsvirkjun vinna að þeim málum. Júlíus Jónsson, forstjóri HItaveitu Reykjaness, segir stjórnendur Norðuráls þó ekki myndu hafa haft samband ef Helguvík væri ekki fýsilegur kostur. Hann hafi engar efasemdir um vilja Norðuráls til að byggja álver á þessum stað en málið snúist um það hvort það takist að útvega nægilega raforku til þess að álverið geti farið af stað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um sé að ræða áhugavert sóknarfæri fyrir Reykjanesbæ og nágrannabyggðir. Þetta styrki undirstöðunar fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum gríðarlega mikið og skapi feiknarlega möguleika. Árni er bjartsýnn á að samningar náist. Hann telji að margar mjög góðar forsendur séu fyrir hendi. Menn hafi farið yfir hentugar staðsetningar fyrir álver á Suðvesturlandi og Helguvík komi þar mjög vel út. Árni segir að vel hafi verið gætt að umhverfissjónarmiðum. Rík áhersla sé lögð á að farið verði vel yfir þá þætti þannig að það sé tryggt að allt sem snúi að umhverfinu sé vel gert. Aðspurður hvort hann telji að fram undan sé barátta við önnur svæði um álver segir Árni að það þurfi ekki að vera. Hann telji að viðskiptasjónarmið ráði fyrst og fremst ferðinni, hvar góðar hafnir séu og mannskapur til að vinna í álveri og hvernig umhverfisskilyrðum sé fullnægt. Ef einhver annar staður reynist hentugri þá telji hann mjög skynsamlegt að velja þann stað. Helguvík sé hins vegar mjög góður staður. Það er að mörgu að huga og Ragnar Guðmundsson, famkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir að áður en framkvæmdir geti hafist þurfi að vinna umhverfismat fyrir álver og flutningsmannvirki á raforkunni og raforkuframleiðslunni. Þegar það liggi fyrir verði hægt að taka ákvörðun um hvort álver verði reist í Helguvík. Verkefnið er ekki ókeypis. Ragnar segir að kostnaður við mat á umhverfisáhrifum fyrir álver hlaupi á tugum milljóna króna en hann hafi ekki upplýsingar um það hvað það kosti fyrir virkjanir og flutningslínur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í haldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Fulltrúar Norðuráls á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík. Framkvæmdir gætu hafist árið 2007. Málið snýst um hvort nægilegri raforku sé hægt að koma í Helguvík en Hitaveita Suðurnesja mun í samstarfi við Orkuveituna og Landsvirkjun vinna að þeim málum. Júlíus Jónsson, forstjóri HItaveitu Reykjaness, segir stjórnendur Norðuráls þó ekki myndu hafa haft samband ef Helguvík væri ekki fýsilegur kostur. Hann hafi engar efasemdir um vilja Norðuráls til að byggja álver á þessum stað en málið snúist um það hvort það takist að útvega nægilega raforku til þess að álverið geti farið af stað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um sé að ræða áhugavert sóknarfæri fyrir Reykjanesbæ og nágrannabyggðir. Þetta styrki undirstöðunar fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum gríðarlega mikið og skapi feiknarlega möguleika. Árni er bjartsýnn á að samningar náist. Hann telji að margar mjög góðar forsendur séu fyrir hendi. Menn hafi farið yfir hentugar staðsetningar fyrir álver á Suðvesturlandi og Helguvík komi þar mjög vel út. Árni segir að vel hafi verið gætt að umhverfissjónarmiðum. Rík áhersla sé lögð á að farið verði vel yfir þá þætti þannig að það sé tryggt að allt sem snúi að umhverfinu sé vel gert. Aðspurður hvort hann telji að fram undan sé barátta við önnur svæði um álver segir Árni að það þurfi ekki að vera. Hann telji að viðskiptasjónarmið ráði fyrst og fremst ferðinni, hvar góðar hafnir séu og mannskapur til að vinna í álveri og hvernig umhverfisskilyrðum sé fullnægt. Ef einhver annar staður reynist hentugri þá telji hann mjög skynsamlegt að velja þann stað. Helguvík sé hins vegar mjög góður staður. Það er að mörgu að huga og Ragnar Guðmundsson, famkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir að áður en framkvæmdir geti hafist þurfi að vinna umhverfismat fyrir álver og flutningsmannvirki á raforkunni og raforkuframleiðslunni. Þegar það liggi fyrir verði hægt að taka ákvörðun um hvort álver verði reist í Helguvík. Verkefnið er ekki ókeypis. Ragnar segir að kostnaður við mat á umhverfisáhrifum fyrir álver hlaupi á tugum milljóna króna en hann hafi ekki upplýsingar um það hvað það kosti fyrir virkjanir og flutningslínur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í haldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira