Fordómar fara úr böndunum 13. október 2005 19:12 Neikvæð umræða um öryrkja - Sigurður Þór Guðjónsson Skýrslan um það að öryrkjum hafi fjölgað á síðustu árum og að ástæðan sé ekki í öllum tilfellum læknisfræðileg skerðing á starfsorku hefur komið af stað mjög neikvæðri umræðu í þjóðfélaginu. Morgunblaðið reið á vaðið í glannnalegum leiðara en enginn hefur þó gengið lengra en Jón Gnarr í pistli sínum í Fréttablaðinu 5. maí. Skýringar hans á fjölgun öryrkja eru einfaldar: "Ég held að æ fleiri notfæri sér velvild kerfisins, geri sér upp veikindi, leggist með lappirnar upp í loft og leggi ábyrgðina á sjálfum sér á kerfið. Og svo felur þetta fólk sig á bak við raunverulega öryrkja og baráttu þeirra." Svona verða fordómar til. Í öðru orðinu er velvild gefin í skyn í garð "raunverulega öryrkja" en í öðru orðinu hneyklast á þeim sem "geri sér upp veikindi". Ekki er hugsað út í það að með svona afgreiðslu eru öryrkjar sem heild gerðir tortryggilegir því þegar óorði er komið á hluta hóps er hætt við að það loði við allan hópinn. Jón Gnarr bætir um betur þegar hann segir að "öryrkjavandamálið" sé orðið stórvandamál í Svíþjóð en 10% þjóðarinnar séu þar taldir öryrkjar. Jón segist vita fyrir víst að ekki séu þeir samt allir alvöru öryrkjar. Svíar eru kringum 9 miljónir og meðal þeirra eru þá eitthvað um 900 þúsund öryrkjar. Jón Gnarr hefur víst gert sér sérstakt far um að kynnast öllum þessum skara til að gefa af honum trúverðuga mynd. Loks klykkir hann út með því að fullyrða að umræðan um þessi mál sé sveipuð einhvers konar verndarhjúpi sem minni á mál svertingja í Bandaríkjunum. Um þá megi ekkert segja nema nota ákveðin orð. Og það sé bara aumingjagæska. Það er öflug aðferð til að skapa andúð og fyrirlitningu að bendla hópa manna við niðrandi orð. Allir vita hvað orðið aumingi þýðir. Og aumingja eigum við víst að láta fá það alveg óþvegið hvort sem það eru öryrkjar, svertingjar eða atvinnuleysingjar. Þessi pistill Jóns Gnarr blandar saman fordómum og fyrirlitningu í garð þeirra sem eru í erfiðum aðstæðum í þjóðfélaginu og daðri við rasisma. Í Morgunblaðinu 2. maí segir öryrki: "Að vera öryrki er ofboðslega neikvætt og maður verður fyrir fordómum." Og bætir við að margir öryrkjar skammist sín og finni til sektarkenndar sem von er. En sem betur fer hefur líka verið fjallað um fjölgun öryrkja af sanngirni og skilningi í blöðunum. Það hafa t.d. Birgir Guðmundsson, Árni Gunnarson og hagfræðingur Alþýðusambandsins gert. Þeir benda á að hér sé um samfélagslegt vandamál að ræða en ekki óheilindi einstaklinga sem vilja svindla á kerfinu. En skýrast sést þetta í sjálfri skýrslunni um fjölgun öryrkja. Þar kemur vel fram að aðstæður atvinnuleysingja og láglaunafólks séu slíkar að það borgi sig fyrir þá að komast á örorkubætur og lítill fjárhagslegur hvati sé til að hverfa af þeim bótum. Skýrslan um fjölgun öryrkja ætti að verða þjóðinni áskorun um að endurskoða alla þá þætti sem þessi mál varða, meðal öryrkja, láglaunafólks og atvinnuleysingja, af samfélagslegri ábyrgð og heilindum í stað þess að láta frumstæðustu fordóma fara úr böndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða um öryrkja - Sigurður Þór Guðjónsson Skýrslan um það að öryrkjum hafi fjölgað á síðustu árum og að ástæðan sé ekki í öllum tilfellum læknisfræðileg skerðing á starfsorku hefur komið af stað mjög neikvæðri umræðu í þjóðfélaginu. Morgunblaðið reið á vaðið í glannnalegum leiðara en enginn hefur þó gengið lengra en Jón Gnarr í pistli sínum í Fréttablaðinu 5. maí. Skýringar hans á fjölgun öryrkja eru einfaldar: "Ég held að æ fleiri notfæri sér velvild kerfisins, geri sér upp veikindi, leggist með lappirnar upp í loft og leggi ábyrgðina á sjálfum sér á kerfið. Og svo felur þetta fólk sig á bak við raunverulega öryrkja og baráttu þeirra." Svona verða fordómar til. Í öðru orðinu er velvild gefin í skyn í garð "raunverulega öryrkja" en í öðru orðinu hneyklast á þeim sem "geri sér upp veikindi". Ekki er hugsað út í það að með svona afgreiðslu eru öryrkjar sem heild gerðir tortryggilegir því þegar óorði er komið á hluta hóps er hætt við að það loði við allan hópinn. Jón Gnarr bætir um betur þegar hann segir að "öryrkjavandamálið" sé orðið stórvandamál í Svíþjóð en 10% þjóðarinnar séu þar taldir öryrkjar. Jón segist vita fyrir víst að ekki séu þeir samt allir alvöru öryrkjar. Svíar eru kringum 9 miljónir og meðal þeirra eru þá eitthvað um 900 þúsund öryrkjar. Jón Gnarr hefur víst gert sér sérstakt far um að kynnast öllum þessum skara til að gefa af honum trúverðuga mynd. Loks klykkir hann út með því að fullyrða að umræðan um þessi mál sé sveipuð einhvers konar verndarhjúpi sem minni á mál svertingja í Bandaríkjunum. Um þá megi ekkert segja nema nota ákveðin orð. Og það sé bara aumingjagæska. Það er öflug aðferð til að skapa andúð og fyrirlitningu að bendla hópa manna við niðrandi orð. Allir vita hvað orðið aumingi þýðir. Og aumingja eigum við víst að láta fá það alveg óþvegið hvort sem það eru öryrkjar, svertingjar eða atvinnuleysingjar. Þessi pistill Jóns Gnarr blandar saman fordómum og fyrirlitningu í garð þeirra sem eru í erfiðum aðstæðum í þjóðfélaginu og daðri við rasisma. Í Morgunblaðinu 2. maí segir öryrki: "Að vera öryrki er ofboðslega neikvætt og maður verður fyrir fordómum." Og bætir við að margir öryrkjar skammist sín og finni til sektarkenndar sem von er. En sem betur fer hefur líka verið fjallað um fjölgun öryrkja af sanngirni og skilningi í blöðunum. Það hafa t.d. Birgir Guðmundsson, Árni Gunnarson og hagfræðingur Alþýðusambandsins gert. Þeir benda á að hér sé um samfélagslegt vandamál að ræða en ekki óheilindi einstaklinga sem vilja svindla á kerfinu. En skýrast sést þetta í sjálfri skýrslunni um fjölgun öryrkja. Þar kemur vel fram að aðstæður atvinnuleysingja og láglaunafólks séu slíkar að það borgi sig fyrir þá að komast á örorkubætur og lítill fjárhagslegur hvati sé til að hverfa af þeim bótum. Skýrslan um fjölgun öryrkja ætti að verða þjóðinni áskorun um að endurskoða alla þá þætti sem þessi mál varða, meðal öryrkja, láglaunafólks og atvinnuleysingja, af samfélagslegri ábyrgð og heilindum í stað þess að láta frumstæðustu fordóma fara úr böndunum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar