Flokkarnir fá 295 milljónir 11. maí 2005 00:01 Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Engar tölur liggja fyrir um stuðning fyrirtækja og einstaklinga í skýrslu ráðherra en fram kemur að fjárframlög til flokkana hafa aukist um sextíu prósent á síðustu fimm árum. Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna bréf og óskað eftir því að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni segist hafa öruggar heimildir fyrir því að upplýsingar um fjárstuðning einstaklinga og fyrirtækja sé auðvelt að nálgast hjá skattyfirvöldum. Hún segir að á síðustu sjö árum hafi gjafir og framlög sem séu frádráttarbær numið rúmlega þremur milljörðum króna. Jóhanna ítrekaði beiðni sína um þessar upplýsingar og sagði að að sínu áliti kæmi fyllilega til greina að banna stuðning einkaaðila við stjórnmálaflokka og spurði um afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess. Hann spurði á móti hvað það ætti að þýða að vera sífellt að ala á tortryggni og vera með dylgjur í þessum málum. Það yrði einungis til þess að grafa undan trausti á stjórnmálum almennt. Einar K Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði dæmalausa sýndarmennsku og kattaþvott hafa einkennt málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðum um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Hann vísaði því á bug að niðurstaða nefndar árið 1995 um fjárreiður stjórnmálaflokka hefði ráðist vegna hótana um að hætta opinberum fjárstuðningi, eins og Jóhanna héldi fram. Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði mikilvægt að taka af öll tvímæli að engin annarleg sjónarmið séu uppi, endi hyggi hann að svo sé ekki. En til þess þurfi að hafa reglur; í dag geti ekki orðið fjármálahneyksli í stjórnmálaflokki á Íslandi vegna þess að engar reglur séu til staðar til að brjóta. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Engar tölur liggja fyrir um stuðning fyrirtækja og einstaklinga í skýrslu ráðherra en fram kemur að fjárframlög til flokkana hafa aukist um sextíu prósent á síðustu fimm árum. Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna bréf og óskað eftir því að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni segist hafa öruggar heimildir fyrir því að upplýsingar um fjárstuðning einstaklinga og fyrirtækja sé auðvelt að nálgast hjá skattyfirvöldum. Hún segir að á síðustu sjö árum hafi gjafir og framlög sem séu frádráttarbær numið rúmlega þremur milljörðum króna. Jóhanna ítrekaði beiðni sína um þessar upplýsingar og sagði að að sínu áliti kæmi fyllilega til greina að banna stuðning einkaaðila við stjórnmálaflokka og spurði um afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess. Hann spurði á móti hvað það ætti að þýða að vera sífellt að ala á tortryggni og vera með dylgjur í þessum málum. Það yrði einungis til þess að grafa undan trausti á stjórnmálum almennt. Einar K Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði dæmalausa sýndarmennsku og kattaþvott hafa einkennt málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðum um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Hann vísaði því á bug að niðurstaða nefndar árið 1995 um fjárreiður stjórnmálaflokka hefði ráðist vegna hótana um að hætta opinberum fjárstuðningi, eins og Jóhanna héldi fram. Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði mikilvægt að taka af öll tvímæli að engin annarleg sjónarmið séu uppi, endi hyggi hann að svo sé ekki. En til þess þurfi að hafa reglur; í dag geti ekki orðið fjármálahneyksli í stjórnmálaflokki á Íslandi vegna þess að engar reglur séu til staðar til að brjóta.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira