10 milljarða króna vanskil 10. maí 2005 00:01 Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Meira en fjögur þúsund foreldrar skulda meðlög með nærri níu þúsund börnum yngri en átján ára. Fram kom í máli ráðherra að mikill meirihluta meðlaga barna eldri en átján ára væri í vanskilum. Samtals nema vanskilaskuldir vegna barnsmeðlaga 10,3 milljörðum króna. Umbætur voru gerðar á innheimtu barnsmeðlaga árið 1996 og leyfist þeim sem lenda í vanskilum að semja um lægri greiðslur. Um fjórir af hverjum tíu þeirra sem lenda í vanskilum nýta sér þennan möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Helgi Hjörvar fyrirspyrjandi sagði að skuldugir meðlagsgreiðendur væru í vítahring. Tekjur þeirra færu í skattskuldir og meðlög og þeir leiddust þar af leiðandi út í svarta vinnu. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að göt væru á velferðarkerfinu og tók dæmi af atvinnulausum föður sem greiddi meðlög með þremur börnum. Hann fengi fjögur þúsund krónur með hverju barni en borgaði um16 þúsund krónur í meðlag með hverju þeirra. Þannig færi helmingur 90 þúsund króna atvinnuleysisbóta í meðlög. Katrín Júlíusdóttir fyrirspyrjandi kvaðst forviða á því að meira en helmingur meðlagsgreiðenda væri í vanskilum. Undir það tók Helgi Hjörvar. "Aðgerðir hafa ekki skilað meiru en svo að það er algengara en ekki að vera í vanskilum," sagði Helgi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kvað ekki ætlunina að ráðast í aðgerðir nú en benti á að 40 prósent þeirra sem í vanskilum væru nýttu sér möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Úrræðin frá 1996 hefðu skilað árangri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Meira en fjögur þúsund foreldrar skulda meðlög með nærri níu þúsund börnum yngri en átján ára. Fram kom í máli ráðherra að mikill meirihluta meðlaga barna eldri en átján ára væri í vanskilum. Samtals nema vanskilaskuldir vegna barnsmeðlaga 10,3 milljörðum króna. Umbætur voru gerðar á innheimtu barnsmeðlaga árið 1996 og leyfist þeim sem lenda í vanskilum að semja um lægri greiðslur. Um fjórir af hverjum tíu þeirra sem lenda í vanskilum nýta sér þennan möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Helgi Hjörvar fyrirspyrjandi sagði að skuldugir meðlagsgreiðendur væru í vítahring. Tekjur þeirra færu í skattskuldir og meðlög og þeir leiddust þar af leiðandi út í svarta vinnu. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að göt væru á velferðarkerfinu og tók dæmi af atvinnulausum föður sem greiddi meðlög með þremur börnum. Hann fengi fjögur þúsund krónur með hverju barni en borgaði um16 þúsund krónur í meðlag með hverju þeirra. Þannig færi helmingur 90 þúsund króna atvinnuleysisbóta í meðlög. Katrín Júlíusdóttir fyrirspyrjandi kvaðst forviða á því að meira en helmingur meðlagsgreiðenda væri í vanskilum. Undir það tók Helgi Hjörvar. "Aðgerðir hafa ekki skilað meiru en svo að það er algengara en ekki að vera í vanskilum," sagði Helgi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kvað ekki ætlunina að ráðast í aðgerðir nú en benti á að 40 prósent þeirra sem í vanskilum væru nýttu sér möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Úrræðin frá 1996 hefðu skilað árangri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira