53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 10. maí 2005 00:01 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Meðlag er nú greitt með liðlega tuttugu þúsund börnum í landinu en með hverju barni er nú greiddar um 16.500 krónur. Meðlagsgreiðendur í landinu eru liðlega tólf þúsund talsins. Þessum hópi gengur hins vegar illa að standa í skilum því 6.500 þeirra eru með yfir 100 þúsund króna meðlag í vanskilum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefði metið að ríflega þriðjungur, eða um 4.100 af öllum meðlagsgreiðendum sem væru í vanskilum, væru í verulegum erfiðleikum, t.d. vegna gjaldþrots og árangurslausra fjárnáma. Samtals næmu skuldir þessara meðlagsgreiðenda um 10,3 miljörðum króna en framreiknaðar heildarskuldir allra meðlagsgreiðenda við stofnunina væru nú rúmir 13 milljarðar með dráttarvöxtum. Þessar upplýsingar komu þingmönnum í opna skjöldu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tölurnar svo rosalegar að hún hefði nánast misst málið. Hún sagði að eitthvað yrði að gera, til dæmis að veita þeim sem greiddu meðlag skattaívilnanir. Það ætti ekki að vera viðmið í íslensku samfélagi að meðlagsgreiðendur væru almennt í vanskilum með sín meðlög. Þingmenn sem tóku til máls voru á einu máli um að þetta gæti ekki gengið. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, taldi að gat væri í velferðarkerfinu og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, benti á að staða einstæðra mæðra hefði verið skoðuð mikið en meðlagsgreiðendum í vanskilum hefði verið gleymt. Hún teldi að skoða þyrfti mál þeirra betur. Félagsmálaráðherra sagði að eftir því sem hann best vissi væru dæmi þess að menn að greiddu þessar skuldir í áratugi og það væri mjög alvarleg staða. Það væri samt sem áður þannig að þessi skylda hvíldi á herðum meðlagsgreiðenda og undan henni yrði ekki vikist. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Meðlag er nú greitt með liðlega tuttugu þúsund börnum í landinu en með hverju barni er nú greiddar um 16.500 krónur. Meðlagsgreiðendur í landinu eru liðlega tólf þúsund talsins. Þessum hópi gengur hins vegar illa að standa í skilum því 6.500 þeirra eru með yfir 100 þúsund króna meðlag í vanskilum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefði metið að ríflega þriðjungur, eða um 4.100 af öllum meðlagsgreiðendum sem væru í vanskilum, væru í verulegum erfiðleikum, t.d. vegna gjaldþrots og árangurslausra fjárnáma. Samtals næmu skuldir þessara meðlagsgreiðenda um 10,3 miljörðum króna en framreiknaðar heildarskuldir allra meðlagsgreiðenda við stofnunina væru nú rúmir 13 milljarðar með dráttarvöxtum. Þessar upplýsingar komu þingmönnum í opna skjöldu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tölurnar svo rosalegar að hún hefði nánast misst málið. Hún sagði að eitthvað yrði að gera, til dæmis að veita þeim sem greiddu meðlag skattaívilnanir. Það ætti ekki að vera viðmið í íslensku samfélagi að meðlagsgreiðendur væru almennt í vanskilum með sín meðlög. Þingmenn sem tóku til máls voru á einu máli um að þetta gæti ekki gengið. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, taldi að gat væri í velferðarkerfinu og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, benti á að staða einstæðra mæðra hefði verið skoðuð mikið en meðlagsgreiðendum í vanskilum hefði verið gleymt. Hún teldi að skoða þyrfti mál þeirra betur. Félagsmálaráðherra sagði að eftir því sem hann best vissi væru dæmi þess að menn að greiddu þessar skuldir í áratugi og það væri mjög alvarleg staða. Það væri samt sem áður þannig að þessi skylda hvíldi á herðum meðlagsgreiðenda og undan henni yrði ekki vikist.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira