Innlent

Semja við Iceland Express

Flugfreyjufélag Íslands hefur skrifað undir kjarasamning við Iceland Express og hafa flugfreyjur þar með skrifað undir kjarasamninga við öll flugfélögin. Samningurinn er í grunninn á sömu nótum og samkomulag ASÍ og Samtaka atvinnulífsins en flugtími eykst án þess að laun skerðist. Ásdís Eva Hannesdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að með þessum samningi sé Iceland Express að lýsa því yfir að það vilji samstarf við Flugfreyjufélagið. Kjarasamningurinn gildir til ársloka 2007.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×