Innlent

Taki á vegamálum af festu

Allt útlit er fyrir að vegaáætlun fyrir næstu fjögur ár verði samþykkt að mestu óbreytt á Alþingi fyrir þinglok síðar í vikunni. Áætlunin var afgreidd úr samgöngunefnd þingsins án verulegra breytinga en búast má við fjörlegum umræðum um áætlunina. Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokks og verðandi bæjarstjóri í Kópavogi hefur deilt harkalega á þá staðreynd að höfuðborgarsvæðið fær einungis fimmtung þess fjár sem verja á til vegaframkvæmda á næstu fjórum árum. Hann hefur lagt fram eigin vegaáætlun sem tekin verður til umræðu á þingi í vikunni. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir stuðningi við tillögur Gunnars. "Ég treysti því og trúi að þingmenn höfuðborgarsvæðisins horfi til þeirrar stöðu sem uppi er í samgöngumálum svæðisins og taki á þessum málum af alvöru og heilindum", segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann segir tillögur Gunnars endurspegla þær áherslur sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tala fyrir. "Við leggjum áherslu á að tekið verði tillit til sjónarmiða okkar í málinu", segir Lúðvík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×