Innlent

Samkeppni um byggingu Háskólatorgs

Fimm fyrirtæki hafa verið valin til að keppa um hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður torgið tekið í notkun í árslok 2007. Sérstakur kynningarfundur var haldinn með keppendum um hönnun og byggingu Háskólatorgsins í hátíðasal Háskólans í gær. Þar fengu keppendur afhenta kröfu- og þarfalýsingu fyrir bygginguna. Hóparnir samanstanda allir af verktaka- og hönnunarteymum. Keppendurnir hafa um fjóra mánuði til að vinna að frumtillögum um byggingu og skipulag en skilafrestur er til 31. ágúst. Í septemberlok verður tilkynnt hvaða tillaga verður fyrir valinu og áætlað er að hefja framkvæmdir næsta vor. Byggingarkostnaður er áætlaður um 1.600 milljónir. Happdrætti Háskólans fjármagnar hluta framkvæmda en framlag Háskólasjóðs Eimskipa er um hálfur milljarður og skiptir sköpum um að gera framkvæmdina að veruleika.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×