Innlent

Vilja bætta stjórn úthafsveiða

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra tók þátt í fundi sjávarútvegsráðherra 17 ríkja sem fór fram í Kanada í byrjun maí. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir yfirlýsingu um mikilvægi þess að bæta stjórn úthafsveiða. Samstaða var meðal ráðherranna um að nauðsynlegur lagalegur rammi um úthafsveiðar væri nú þegar til staðar og lýstu ráðherrarnir vilja til að tryggja framkvæmd þeirra samninga og aðgerðaáætlana sem gerðar hefðu verið á síðustu árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×