Erlent

Níu létust í slysi í Suður-Afríku

Níu létust og 59 slösuðust í árekstri lestar og rútu í norðurhluta Suður-Afríku í dag. Svo virðist sem ökumaður rútunnar hafi virt stöðvunarskyldumerki að vettugi og ekið yfir lestarteina um leið og flutningalest nálgaðist með fyrrgreindum afleiðingum. Allir þeir sem létust og meiddust voru í rútunni og voru hinir slösuðu fluttir með þyrlum og sjúkrabílum á fimm sjúkrahús. Umferðaröryggi í Suður-Afríku er sagt mjög ábótavant, en þar látast um tíu þúsund manns í umferðarslysum á ári hverju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×