Uss, einhver er að hlusta! 20. apríl 2005 00:01 Eftirlit með þegnunum - Haukur Logi Karlsson Nú veit ég ekki hvað ykkur hinum finnst. Get þó sagt fyrir mitt leyti að ég vil geta talað við vini mína í friði án þess að eiga það yfir höfði mér að virðulegur starfsmaður ríkisins sé mögulega að taka upp á band mismerkilegan munnsöfnuðinn. Nú er ég ekki að gefa í skyn að samtöl mín við frændur og fjendur séu þess eðlis að þoli ekki dagsins skímu. Á mér sem dæmi ekki leynilega hjákonu sem er gift ríkum bankastjóra. Er ekki heldur að plana fjandsamlega yfirtöku á S-hópnum eða undirbúa óvænt kjölfestutilboð í hlutabréf Símans. Meira venjuleg samtöl um það sem engan ætti að varða sérstaklega um. Eða það hélt ég í það minnsta þangað til ég las Moggann um daginn. Það virðist vera á prjónunum hjá Sjálfstæðisflokknum að sjá til þess að ég tali ekki mikið af mér við annað fólk. Hafa sennilega frétt að mér er meinilla við að símanúmerið mitt sé skráð af opinberum aðilum. Slepp þannig við leiðindasímtöl við fólk sem ég hef engan áhuga á að tala við. Sölumenn hafa ekki hringt í mig svo árum skiptir og ég man ekki til þess að hafa tekið þátt í skoðanakönnun um ævina. Hef varið mitt leynilega símanúmer með kjafti og klóm fyrir ásælni yfirvalda öll þessi ár. Hef lent í nokkrum kyndugum uppákomum í gegnum tíðina þar sem ég hef borið því við að eiga ekki síma aðspurður um númerið mitt. Fæ oftast einkennilegt lúkk frá viðkomandi eins og ég hafi eitthvað að fela. Set þá bara upp krimmaaugnaráðið til að kovera söguna. Friðurinn er sem sagt brátt úti. Það verður bannað með lögum að tala við fólk í síma án þess að lögreglan hafi möguleika ekki aðeins á að hlera símtalið heldur einnig að vita hver á númerið og geta út frá því fylgst með ferðum viðkomandi í gegnum einhvern hi-fi rafeindabúnað sem ég skil ekki. Ansi útsmogin leið hjá þeim til að ná loksins í númerið mitt. Langar augljóslega mikið til að spjalla við mig. Yfirvarpið er ekki síður klaufalegt. Þeir vilja koma í veg fyrir að ég sendi fólki SMS-skilaboð. Kannski tími til kominn. Holan í röksemdafærslunni að vísu vandræðalega áberandi. Hélt að allir hefðu heyrt um internetið og möguleikanna á nafnlausum SMS- og tölvupóstskeytum þaðan. Sé fyrir mér nýjar víddir af svartamarkaðsbraski með notuð símanúmer og Hotmail-adressur. Sjálfur gæti ég farið á bensínstöðina og splæst í 20 símanúmer. Auglýst þau svo í smáauglýsingum DV á góðu verði. Óskráð netfang í kaupbæti, fullum trúnaði heitið. Örugglega fínn peningur. Það er tillaga mín til Sjálfstæðisflokksins að hann hætti tilraunum til að troðast inn í einkalíf fólks. Markmiðin nást augljóslega ekki án þess að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Glæpamennirnir aðlaga sig að reglunum á fyrsta degi með sínum aðferðum en eftir sitjum við hin í þjóðfélagi þar sem fylgst er með hverri hreyfingu og jafnvel hverju samtali. Þannig þjóðfélag vil ég ekki. Fólk á að geta talað saman í friði fyrir stjórnarherrum Sjálfstæðisflokksins í samgöngu- og dómsmálaráðuneytunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Eftirlit með þegnunum - Haukur Logi Karlsson Nú veit ég ekki hvað ykkur hinum finnst. Get þó sagt fyrir mitt leyti að ég vil geta talað við vini mína í friði án þess að eiga það yfir höfði mér að virðulegur starfsmaður ríkisins sé mögulega að taka upp á band mismerkilegan munnsöfnuðinn. Nú er ég ekki að gefa í skyn að samtöl mín við frændur og fjendur séu þess eðlis að þoli ekki dagsins skímu. Á mér sem dæmi ekki leynilega hjákonu sem er gift ríkum bankastjóra. Er ekki heldur að plana fjandsamlega yfirtöku á S-hópnum eða undirbúa óvænt kjölfestutilboð í hlutabréf Símans. Meira venjuleg samtöl um það sem engan ætti að varða sérstaklega um. Eða það hélt ég í það minnsta þangað til ég las Moggann um daginn. Það virðist vera á prjónunum hjá Sjálfstæðisflokknum að sjá til þess að ég tali ekki mikið af mér við annað fólk. Hafa sennilega frétt að mér er meinilla við að símanúmerið mitt sé skráð af opinberum aðilum. Slepp þannig við leiðindasímtöl við fólk sem ég hef engan áhuga á að tala við. Sölumenn hafa ekki hringt í mig svo árum skiptir og ég man ekki til þess að hafa tekið þátt í skoðanakönnun um ævina. Hef varið mitt leynilega símanúmer með kjafti og klóm fyrir ásælni yfirvalda öll þessi ár. Hef lent í nokkrum kyndugum uppákomum í gegnum tíðina þar sem ég hef borið því við að eiga ekki síma aðspurður um númerið mitt. Fæ oftast einkennilegt lúkk frá viðkomandi eins og ég hafi eitthvað að fela. Set þá bara upp krimmaaugnaráðið til að kovera söguna. Friðurinn er sem sagt brátt úti. Það verður bannað með lögum að tala við fólk í síma án þess að lögreglan hafi möguleika ekki aðeins á að hlera símtalið heldur einnig að vita hver á númerið og geta út frá því fylgst með ferðum viðkomandi í gegnum einhvern hi-fi rafeindabúnað sem ég skil ekki. Ansi útsmogin leið hjá þeim til að ná loksins í númerið mitt. Langar augljóslega mikið til að spjalla við mig. Yfirvarpið er ekki síður klaufalegt. Þeir vilja koma í veg fyrir að ég sendi fólki SMS-skilaboð. Kannski tími til kominn. Holan í röksemdafærslunni að vísu vandræðalega áberandi. Hélt að allir hefðu heyrt um internetið og möguleikanna á nafnlausum SMS- og tölvupóstskeytum þaðan. Sé fyrir mér nýjar víddir af svartamarkaðsbraski með notuð símanúmer og Hotmail-adressur. Sjálfur gæti ég farið á bensínstöðina og splæst í 20 símanúmer. Auglýst þau svo í smáauglýsingum DV á góðu verði. Óskráð netfang í kaupbæti, fullum trúnaði heitið. Örugglega fínn peningur. Það er tillaga mín til Sjálfstæðisflokksins að hann hætti tilraunum til að troðast inn í einkalíf fólks. Markmiðin nást augljóslega ekki án þess að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Glæpamennirnir aðlaga sig að reglunum á fyrsta degi með sínum aðferðum en eftir sitjum við hin í þjóðfélagi þar sem fylgst er með hverri hreyfingu og jafnvel hverju samtali. Þannig þjóðfélag vil ég ekki. Fólk á að geta talað saman í friði fyrir stjórnarherrum Sjálfstæðisflokksins í samgöngu- og dómsmálaráðuneytunum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar