Erlent

Berlusconi enn í embætti

Mikil óvissa ríkir í ítölskum stjórnmálum þessa stundina um framtíð ríkisstjórnar Silvio Berlusconi. Eftir neyðarfund oddvita stjórnarflokkanna í gær sagði Gianfranco Fini utanríkisráðherra að Berlusconi myndi senn biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt og mynda nýja stjórn. Búist var við að Berlusconi myndi tilkynna Carlo Azeglio Ciampi, forseta landsins, afsögnina á fundi þeirra í gær en eftir fundinn lýsti forsætisráðherrann því yfir að hann hefði ekki enn sagt af sér. Stjórnarflokkarnir biðu afhroð í héraðskosningum í mánaðarbyrjun og í síðustu viku sögðu tveir smáflokkar skilið við stjórnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×