Erlent

Eldgos á Kómoreyjum

Þúsundir manna urðu að flýja heimili sín á Kómoreyjum í gær eftir að eldfjallið Karthala byrjaði að gjósa. Ekki er þó talið að nokkur sé í bráðri hættu. Karthala er á Stóru-Kómoreyju en eyjaklasinn er í vestanverðu Indlandshafi. Mikil gjóska steig upp af 2.361 metra háu fjallinu og varð talsvert öskufall í nálægum byggðum. Tíu þúsund manns flýðu heimili sín og leituðu skjóls hjá vinum og ættingjum. Þegar leið á gærdaginn létti hins vegar öskufallinu og gat þá fólkið snúið aftur til síns heima. Lítið tjón virðist hafa orðið á eigum fólks og engar fregnir hafa borist af mannfalli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×