Erlent

Sakar al-Qaida um mannrán í Madaen

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, sakar al-Qaida hryðjuverkasamtökin um að standa á bak við mannránið í bænum Madaen skammt frá Bagdad, en þar eru súnnítar sagðir halda allt að 150 sjítum. Allawi sagði í dag að með þessu reyndu hryðjuverkasamtökin að efna til trúabragðastríðs og koma í veg fyrir framfarir í landinu. Hundruð írakskra og bandarískra hermanna gerðu í morgun áhlaup á hluta bæjarins en fundu hvorki mannræningja né gísla. Al-Qaida samtökin í Írak sendu í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem þau héldu því fram að ekki væri einn einasta gísl að finna í Madaen og að sagan væri uppspuni til þess fallinn að réttlæta árás hersetuliðsins á bæinn og súnníta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×