Erlent

Reynir að bæta samskiptin

Utanríkisráðherra Japans flaug í morgun til Kína til að koma á framfæri hörðum mótmælum japanskra stjórnvalda vegna róstursamra mótmæla og skemmdarverka á eigum Japana í Kína undanfarið. Hann vonast einnig til þess að geta lægt öldurnar nokkuð, en Kínverjar eru æfir vegna þess sem þeir segja tilraun Japana til að breiða yfir eigin grimmdarverk í seinni heimsstyrjöldinni. Samskipti stjórþjóðanna eru nú stirðari en þau hafa verið svo áratugum skiptir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×