Tvö ár 15. apríl 2005 00:01 Innrásin í Írak - Erling Ólafsson sagnfræðingur Tvö ár eru ekki langur tími í mannkynssögunni. En samt nógu langur til að líklega 100.000 manns líta aldrei aftur dagsins ljós í einu stríði. Tvö ár eru líka nógu langur tími til þess að ótal lygum og hálfsannleikum hefur verið dælt yfir okkur. Af fulltrúum heimsveldisins Bandaríkja Norður-Ameríku og fylgikvilla þeirra. Við erum í þeim hópi. Því miður. Því miður. Það er skrýtið að upplifa sig í þessari fylkingu. Og enn skrýtnara að þessi afdrifamesta ákvörðun Íslendinga í utanríkismálum skuli hafa verið tekin af einum eða tveim mönnum. Sem þar að auki eru furðu lostnir yfir því að einhver skuli hafa áhyggjur af því. Og auðvitað ætti ég ekki að vera að skrifa niður þessar hugrenningar. Þetta er búið og gert. Búið og gert. Flestir virðast sætta sig við þetta ástand. Því eftir allt hvað getum við gert? Sem einstaklingar, sem meðlimir samtaka? Við eigum við að etja voldugasta heimsveldi allra tíma. Með valdamenn við stjórnvölinn sem einskis svífast. Sem virðast í augnablikinu vera að læsa tökunum æ fastar um stjórntaumana. Ekki bara í Bandaríkjunum heldur líka í alþjóðastofnunum. Eitt af gullkornum Georgs W. Bush fór um heimsbyggðina nýlega: "Ég held ekki að það sé hægt að halda réttlátar kosningar ( í Líbanon) meðan sýrlenskar hersveitir eru þar." "I don’t think you can have fair elections [in Lebanon] with Syrian troops there." Svo mörg voru þau orð. Hann hefði auðvitað átt að bæta við og sýna stjórnvisku sína: "Ég held að það hafi ekki verið hægt að halda réttlátar kosningar ( í Írak) meðan erlendar hersveitir eru þar." Hann hefði auðvitað getað bætt við. Það var ekki hægt að halda réttlátar kosningar (í Póllandi, Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskalandi, Tíbet, Víetnam) meðan sovéskar hersveitir voru þar. Og svo framvegis. En við vitum mörg að það er frekar hagsmunagæsla en samkvæmni sem einkennir málflutning og hugsun Bush forseta svo ekki var á öðru von. Við höfum fengið kosningar í Afganistan, við höfum fengið kosningar í Írak. En enn þá er bandarískur her til staðar þar. Stríðið er búið, sögðu Davíð og Halldór og fylgifiskar þeirra. Eru færri erlendir hermenn þar? Er stríðið ekki búið? Neiei. Jú, einhverjir eru farnir, hverjir? Þeir þar sem valdamenn hafa neyðst til að draga lið sitt til baka vegna hræðslu við almannavald þjóða sinna, seinast þegar þetta er skrifað eru það hermenn Úkraínu sem eru á förum. En herlið Bandaríkjanna? Það er enn til staðar. Og listi hinna staðföstu þjóða er ennþá til. Ég vona að þátttaka Íslands hafi ekki orðið til eins og Salómonseyja en forsætisráðherra þeirra átti að hafa sagt að hann hefði ekki haft hugmynd um það að hans þjóð væri þar þegar hann var spurður um það. "I was completely unaware of it." Það kæmi manni samt ekki á óvart að svo hefði verið. Ábyrgðarkennd valdhafanna í þessu fyrsta stórstríði aldarinnar er heimur út af fyrir sig. Sagt er að Georg Bush sé fyrsti forseti á stríðstímum í Bandaríkjunum sem hefur aldrei verið viðstaddur jarðarför fyrir dauðan hermann. Fréttir og myndir af líkkistum sveipuðum fánanum hafa verið bannaðar í fjölmiðlum. Pentagon kallar líkpoka flutningatúpur (transfer tubes) og Rumsfeld varnarmálaráðherra þoldi ekki að skrifa nafn sitt undir dánartilkynningar varnarmálaráðuneytisins. (Í Pentagon lesa valdhafar kannski Laxness sér til huggunar því í Kristnihaldi undir Jökli segir Jón prímus: "Einkennilegt er að svona túba skuli hafa verið að skifta sér af því hvurnin á að stjórna sköpunarverkinu." ) Það er nú kannski það sem er alvarlegast við þessa atburði seinustu ára að þegar öfgasinnar vilja stjórna og umbylta heiminum þá eru notuð hvaða meðul sem eru, ekki í fyrsta skipti. Og þá er ekki horfst í augu við fórnarkostnaðinn; mannfall hermanna, dauða óbreyttra borgara, pyndingar, skepnuskap. Það er betra að loka augunum, snúa sér við. Það er langtum erfiðara að horfast í augu við sannleikann og viðurkenna að maður hafi gert rangt. Eins og Halldór og Davíð hefðu átt að hafa gert fyrir löngu. Allir geta ekki gert eins og Bandaríkjaforseti, en hann var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við föður sinn fyrrum forseta áður en hann fór inn í Írak. Þá svaraði Bush yngri: Þú veist að hann er ekki rétti faðirinn til að snúa sér til með tilliti til styrkleika. Það er æðri faðir sem ég sný mér til! (You know he is the wrong father to appeal to in terms of strength. There is a higher father that I appeal to.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Sjá meira
Innrásin í Írak - Erling Ólafsson sagnfræðingur Tvö ár eru ekki langur tími í mannkynssögunni. En samt nógu langur til að líklega 100.000 manns líta aldrei aftur dagsins ljós í einu stríði. Tvö ár eru líka nógu langur tími til þess að ótal lygum og hálfsannleikum hefur verið dælt yfir okkur. Af fulltrúum heimsveldisins Bandaríkja Norður-Ameríku og fylgikvilla þeirra. Við erum í þeim hópi. Því miður. Því miður. Það er skrýtið að upplifa sig í þessari fylkingu. Og enn skrýtnara að þessi afdrifamesta ákvörðun Íslendinga í utanríkismálum skuli hafa verið tekin af einum eða tveim mönnum. Sem þar að auki eru furðu lostnir yfir því að einhver skuli hafa áhyggjur af því. Og auðvitað ætti ég ekki að vera að skrifa niður þessar hugrenningar. Þetta er búið og gert. Búið og gert. Flestir virðast sætta sig við þetta ástand. Því eftir allt hvað getum við gert? Sem einstaklingar, sem meðlimir samtaka? Við eigum við að etja voldugasta heimsveldi allra tíma. Með valdamenn við stjórnvölinn sem einskis svífast. Sem virðast í augnablikinu vera að læsa tökunum æ fastar um stjórntaumana. Ekki bara í Bandaríkjunum heldur líka í alþjóðastofnunum. Eitt af gullkornum Georgs W. Bush fór um heimsbyggðina nýlega: "Ég held ekki að það sé hægt að halda réttlátar kosningar ( í Líbanon) meðan sýrlenskar hersveitir eru þar." "I don’t think you can have fair elections [in Lebanon] with Syrian troops there." Svo mörg voru þau orð. Hann hefði auðvitað átt að bæta við og sýna stjórnvisku sína: "Ég held að það hafi ekki verið hægt að halda réttlátar kosningar ( í Írak) meðan erlendar hersveitir eru þar." Hann hefði auðvitað getað bætt við. Það var ekki hægt að halda réttlátar kosningar (í Póllandi, Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskalandi, Tíbet, Víetnam) meðan sovéskar hersveitir voru þar. Og svo framvegis. En við vitum mörg að það er frekar hagsmunagæsla en samkvæmni sem einkennir málflutning og hugsun Bush forseta svo ekki var á öðru von. Við höfum fengið kosningar í Afganistan, við höfum fengið kosningar í Írak. En enn þá er bandarískur her til staðar þar. Stríðið er búið, sögðu Davíð og Halldór og fylgifiskar þeirra. Eru færri erlendir hermenn þar? Er stríðið ekki búið? Neiei. Jú, einhverjir eru farnir, hverjir? Þeir þar sem valdamenn hafa neyðst til að draga lið sitt til baka vegna hræðslu við almannavald þjóða sinna, seinast þegar þetta er skrifað eru það hermenn Úkraínu sem eru á förum. En herlið Bandaríkjanna? Það er enn til staðar. Og listi hinna staðföstu þjóða er ennþá til. Ég vona að þátttaka Íslands hafi ekki orðið til eins og Salómonseyja en forsætisráðherra þeirra átti að hafa sagt að hann hefði ekki haft hugmynd um það að hans þjóð væri þar þegar hann var spurður um það. "I was completely unaware of it." Það kæmi manni samt ekki á óvart að svo hefði verið. Ábyrgðarkennd valdhafanna í þessu fyrsta stórstríði aldarinnar er heimur út af fyrir sig. Sagt er að Georg Bush sé fyrsti forseti á stríðstímum í Bandaríkjunum sem hefur aldrei verið viðstaddur jarðarför fyrir dauðan hermann. Fréttir og myndir af líkkistum sveipuðum fánanum hafa verið bannaðar í fjölmiðlum. Pentagon kallar líkpoka flutningatúpur (transfer tubes) og Rumsfeld varnarmálaráðherra þoldi ekki að skrifa nafn sitt undir dánartilkynningar varnarmálaráðuneytisins. (Í Pentagon lesa valdhafar kannski Laxness sér til huggunar því í Kristnihaldi undir Jökli segir Jón prímus: "Einkennilegt er að svona túba skuli hafa verið að skifta sér af því hvurnin á að stjórna sköpunarverkinu." ) Það er nú kannski það sem er alvarlegast við þessa atburði seinustu ára að þegar öfgasinnar vilja stjórna og umbylta heiminum þá eru notuð hvaða meðul sem eru, ekki í fyrsta skipti. Og þá er ekki horfst í augu við fórnarkostnaðinn; mannfall hermanna, dauða óbreyttra borgara, pyndingar, skepnuskap. Það er betra að loka augunum, snúa sér við. Það er langtum erfiðara að horfast í augu við sannleikann og viðurkenna að maður hafi gert rangt. Eins og Halldór og Davíð hefðu átt að hafa gert fyrir löngu. Allir geta ekki gert eins og Bandaríkjaforseti, en hann var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við föður sinn fyrrum forseta áður en hann fór inn í Írak. Þá svaraði Bush yngri: Þú veist að hann er ekki rétti faðirinn til að snúa sér til með tilliti til styrkleika. Það er æðri faðir sem ég sný mér til! (You know he is the wrong father to appeal to in terms of strength. There is a higher father that I appeal to.)
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar