Er ekki hvers manns hugljúfi 15. apríl 2005 00:01 Gunnar Ingi Birgisson, stjórnarþingmaður og verðandi bæjarstjóri í Kópavogi, stóð upp á Alþingi síðasta þriðjudag og mótmælti harðlega skiptingu fjármuna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í vegamálum og setti sig upp á móti samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fjögurra ára. Þá skaut hann föstum skotum á samflokksmann sinn, Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Gunnar kallaði Héðinsfjarðargöng "vitlausa framkvæmd" og benti á að í Norðausturkjördæmi ætti að leggja upphæð til nýframkvæmda sem næmi 250.000 þúsund krónum á hvern íbúa, meðan á höfuðborgarsvæðinu öllu ætti að leggja til nýframkvæmda sem næmi um 37 þúsund krónum á íbúa. Flest árin sagði hann misskiptingu fjármuna til vegagerðar um 20 prósent höfuðborgarsvæðinu í óhag og gagnrýndi sérstaklega hversu mikið Norðvesturkjördæmi samgönguráðherra fengi. "Það eina sem vantar er malbikaður vegur upp á Langjökul," sagði Gunnar, sem syndir í málinu á móti ríkisstjórninni og er maður vikunnar fyrir að fylgja sannfæringu sinni á Alþingi. Þetta er raunar alls ekki í fyrsta sinn sem Gunnar syndir á móti straumnum á Alþingi. Hann lagði í þrígang fram frumvarp um að leyfa hnefaleika áður en það mál fékkst afgreitt, en hér voru hnefaleikar bannaðir frá árinu 1956 til 2001. Áður hafði málið verið fellt og svo dagað uppi í nefnd árið eftir. Að öðru leyti hefur hann á þingi látið sig framkvæmdamál mestu skipta og mál tengd fjármálum sveitarfélaga. Þá var hann líka fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um afléttingu veiðibanns á rjúpu og hefur látið sig skipta refaveiðar og erfðaskattsmál. Gunnar Ingi hefur orð á sér fyrir að vera fastur á sínu og jafnvel uppstökkur svo meira sé. Sumir ganga jafnvel svo langt að tala um að honum hætti til að vera fruntalegur, hvass og erfiður í samskiptum. Eða eins og einn viðmælandi orðaði það, hann er ekki hvers manns hugljúfi. Annar sagði nægja að orða það svo að Gunnar Birgisson væri heljarmenni. "Það er nóg. Honum verður ekki öðruvísi lýst," sagði sá. Þannig hefur oft blásið rækilega um í bæjarstjórninni í Kópavogi, en ef til vill blekkir þar útlit Gunnars og fas líka því hann er stór og mikill, með mikla og drynjandi bassarödd, sem hæpið kann að vera að hann ráði við að beita þannig á fundum að ljúflega leiki í eyrum manna. Gunnar er jafnframt sagður fluggáfaður og með eindæmum talnaglöggur. Ef hætta á sér út í rökræður við hann er því vissara að hafa fast land undir fótum og vera með allar staðreyndir á hreinu. Hann er hins vegar sagður taka gildum rökum og jafnvel vís til að ganga í að lagfæra hluti takist að sannfæra hann. Gunnar I. Birgisson er fæddur í Reykjavík, 30. september árið 1947. Hann er kvæntur Vigdísi Karlsdóttur sjúkraliða, og eiga þau tvær dætur, fæddar 1968 og 1976. Þá á hann hálfbróður á Alþingi, sammæðra, en það er Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Gunnar er sprenglærður, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972, með verkfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1977, meistarapróf í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg 1978 og doktorspróf í jarðvegsverkfræði frá Missouri-háskóla í Bandaríkjunum árið 1983. Hann hefur starfað sem verkfræðingur síðan árið 1977 og verið framkvæmdastjóri Klæðningar ehf. frá árinu 1986. Gunnar kom fyrst inn á Alþingi árið 1992 sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, en var svo kjörinn á þing árið 1999 og hefur setið þar síðan. Oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi hefur hann verið frá 1990 og formaður bæjarráðs frá sama tíma. Hann hefur setið í stjórnum og gegnt formennsku fjölda samtaka og stjórna auk nefndasetu á vegum Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Sjá meira
Gunnar Ingi Birgisson, stjórnarþingmaður og verðandi bæjarstjóri í Kópavogi, stóð upp á Alþingi síðasta þriðjudag og mótmælti harðlega skiptingu fjármuna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í vegamálum og setti sig upp á móti samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fjögurra ára. Þá skaut hann föstum skotum á samflokksmann sinn, Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Gunnar kallaði Héðinsfjarðargöng "vitlausa framkvæmd" og benti á að í Norðausturkjördæmi ætti að leggja upphæð til nýframkvæmda sem næmi 250.000 þúsund krónum á hvern íbúa, meðan á höfuðborgarsvæðinu öllu ætti að leggja til nýframkvæmda sem næmi um 37 þúsund krónum á íbúa. Flest árin sagði hann misskiptingu fjármuna til vegagerðar um 20 prósent höfuðborgarsvæðinu í óhag og gagnrýndi sérstaklega hversu mikið Norðvesturkjördæmi samgönguráðherra fengi. "Það eina sem vantar er malbikaður vegur upp á Langjökul," sagði Gunnar, sem syndir í málinu á móti ríkisstjórninni og er maður vikunnar fyrir að fylgja sannfæringu sinni á Alþingi. Þetta er raunar alls ekki í fyrsta sinn sem Gunnar syndir á móti straumnum á Alþingi. Hann lagði í þrígang fram frumvarp um að leyfa hnefaleika áður en það mál fékkst afgreitt, en hér voru hnefaleikar bannaðir frá árinu 1956 til 2001. Áður hafði málið verið fellt og svo dagað uppi í nefnd árið eftir. Að öðru leyti hefur hann á þingi látið sig framkvæmdamál mestu skipta og mál tengd fjármálum sveitarfélaga. Þá var hann líka fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um afléttingu veiðibanns á rjúpu og hefur látið sig skipta refaveiðar og erfðaskattsmál. Gunnar Ingi hefur orð á sér fyrir að vera fastur á sínu og jafnvel uppstökkur svo meira sé. Sumir ganga jafnvel svo langt að tala um að honum hætti til að vera fruntalegur, hvass og erfiður í samskiptum. Eða eins og einn viðmælandi orðaði það, hann er ekki hvers manns hugljúfi. Annar sagði nægja að orða það svo að Gunnar Birgisson væri heljarmenni. "Það er nóg. Honum verður ekki öðruvísi lýst," sagði sá. Þannig hefur oft blásið rækilega um í bæjarstjórninni í Kópavogi, en ef til vill blekkir þar útlit Gunnars og fas líka því hann er stór og mikill, með mikla og drynjandi bassarödd, sem hæpið kann að vera að hann ráði við að beita þannig á fundum að ljúflega leiki í eyrum manna. Gunnar er jafnframt sagður fluggáfaður og með eindæmum talnaglöggur. Ef hætta á sér út í rökræður við hann er því vissara að hafa fast land undir fótum og vera með allar staðreyndir á hreinu. Hann er hins vegar sagður taka gildum rökum og jafnvel vís til að ganga í að lagfæra hluti takist að sannfæra hann. Gunnar I. Birgisson er fæddur í Reykjavík, 30. september árið 1947. Hann er kvæntur Vigdísi Karlsdóttur sjúkraliða, og eiga þau tvær dætur, fæddar 1968 og 1976. Þá á hann hálfbróður á Alþingi, sammæðra, en það er Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Gunnar er sprenglærður, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972, með verkfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1977, meistarapróf í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg 1978 og doktorspróf í jarðvegsverkfræði frá Missouri-háskóla í Bandaríkjunum árið 1983. Hann hefur starfað sem verkfræðingur síðan árið 1977 og verið framkvæmdastjóri Klæðningar ehf. frá árinu 1986. Gunnar kom fyrst inn á Alþingi árið 1992 sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, en var svo kjörinn á þing árið 1999 og hefur setið þar síðan. Oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi hefur hann verið frá 1990 og formaður bæjarráðs frá sama tíma. Hann hefur setið í stjórnum og gegnt formennsku fjölda samtaka og stjórna auk nefndasetu á vegum Alþingis.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar