Straumhvörf á Alþingi 15. apríl 2005 00:01 Samgönguáætlun - Einar Karl Haraldsson varaþingmaður Samfylkingarinnar Umfjöllun á Alþingi um samgönguáætlun til næstu fjögurra ára var fyrir margra hluta sakir afar merkileg. Ekki nóg með að talað væri þvert á flokkslínur heldur var heilögum kúm slátrað til hægri og vinstri. Í fyrsta lagi var blásið á þá kenningu að hægt sé að nota samgönguáætlun til sveiflujöfnunar í sjóðheitu hagkerfi. Einn eða tveir milljarðar til eða frá á ári mælast varla þegar árlegar fjárfestingar og lántökur fyrirtækja og banka eru taldar í hundruðum milljarða og stjórnvöld bæta enn í virkjana- og stóriðjuframkvæmdir. Þvert á móti var talið mikilvægt að útgjöld til vega og samgönguframkvæmda væru sem jöfnust og metnaður lagður í að standa við loforð og áætlanir. Fróðlegt verður að vita hvort þessi nýja hagfræðikenning hlýtur almenna viðurkenningu. Sumir stjórnarþingmenn telja ekki lengur á sig leggjandi að útskýra þann skollaleik fyrir kjósendum sem felst í því að lofa milljörðum til viðbótar í samgöngumál fyrir kosningar og svíkja það síðan að þeim loknum. Í öðru lagi gerðu þingmenn af höfuðborgarsvæðinu uppreisn gegn skiptingu vegafjár. Landsbyggðarkjördæmin hafa um árabil fengið um 80% í sinn hlut en höfuðborgarsvæðið um 20%. Þetta hlutfall er ósanngjarnt hvernig sem á það er litið og ljóst af umræðunni að við það verður ekki unað. Fjórir af hverjum fimm bílum landsmanna eru á höfuðborgarsvæðinu og um helmingur landsmanna. Sennilegt verður að telja að í framhaldi af þessari uppreisn muni þingmenn á höfuðborgarsvæðinu bindast samtökum um að knýja á um stærri sneið af kökunni. Ekki þarf að tíunda það að arðsemi vegaframkvæmda og öryggisumbóta á þessu svæði og tengingu þess við Suðurnes, Árborgarsvæðið og Borgarfjörð er margföld á við framkvæmdir í dreifðari byggðum. Í þriðja lagi eru að verða straumhvörf í umræðunni um flugvöll í Vatnsmýrinni. Það var augljóst af ræðum nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að verið er að undirbúa stefnubreytingu. Það má heita öruggt að borgarstjórnarflokkur þeirra setji það á oddinn í næstu kosningum að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni og verðmætasta byggingarland Íslands verði nýtt til þess að styrkja og bæta borgarbyggðina. Margir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa skilið rökin fyrir því að borgin endurheimti Vatnsmýrina og flytja þau nú af miklum þrótti. Athyglisvert var að enginn þeirra Sigurðar Kára Kristjánssonar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar né Péturs Blöndal hafði nokkurn áhuga á því samkomulagi sem samgönguráðherra og borgarstjóri hafa nýlega kynnt, enda virðist það vera biðleikur í pattstöðu. Þeir vilja flugstarfsemina burt, annaðhvort á annan stað á höfuðborgarsvæðinu eða til Keflavíkur. Sumir koma seint á ballið, en þó áður en samgönguráðherra leikur síðasta lagið,sem er bygging flugstöðvar til þess að festa flugvöllinn í Vatnsmýrinni næstu áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Sjá meira
Samgönguáætlun - Einar Karl Haraldsson varaþingmaður Samfylkingarinnar Umfjöllun á Alþingi um samgönguáætlun til næstu fjögurra ára var fyrir margra hluta sakir afar merkileg. Ekki nóg með að talað væri þvert á flokkslínur heldur var heilögum kúm slátrað til hægri og vinstri. Í fyrsta lagi var blásið á þá kenningu að hægt sé að nota samgönguáætlun til sveiflujöfnunar í sjóðheitu hagkerfi. Einn eða tveir milljarðar til eða frá á ári mælast varla þegar árlegar fjárfestingar og lántökur fyrirtækja og banka eru taldar í hundruðum milljarða og stjórnvöld bæta enn í virkjana- og stóriðjuframkvæmdir. Þvert á móti var talið mikilvægt að útgjöld til vega og samgönguframkvæmda væru sem jöfnust og metnaður lagður í að standa við loforð og áætlanir. Fróðlegt verður að vita hvort þessi nýja hagfræðikenning hlýtur almenna viðurkenningu. Sumir stjórnarþingmenn telja ekki lengur á sig leggjandi að útskýra þann skollaleik fyrir kjósendum sem felst í því að lofa milljörðum til viðbótar í samgöngumál fyrir kosningar og svíkja það síðan að þeim loknum. Í öðru lagi gerðu þingmenn af höfuðborgarsvæðinu uppreisn gegn skiptingu vegafjár. Landsbyggðarkjördæmin hafa um árabil fengið um 80% í sinn hlut en höfuðborgarsvæðið um 20%. Þetta hlutfall er ósanngjarnt hvernig sem á það er litið og ljóst af umræðunni að við það verður ekki unað. Fjórir af hverjum fimm bílum landsmanna eru á höfuðborgarsvæðinu og um helmingur landsmanna. Sennilegt verður að telja að í framhaldi af þessari uppreisn muni þingmenn á höfuðborgarsvæðinu bindast samtökum um að knýja á um stærri sneið af kökunni. Ekki þarf að tíunda það að arðsemi vegaframkvæmda og öryggisumbóta á þessu svæði og tengingu þess við Suðurnes, Árborgarsvæðið og Borgarfjörð er margföld á við framkvæmdir í dreifðari byggðum. Í þriðja lagi eru að verða straumhvörf í umræðunni um flugvöll í Vatnsmýrinni. Það var augljóst af ræðum nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að verið er að undirbúa stefnubreytingu. Það má heita öruggt að borgarstjórnarflokkur þeirra setji það á oddinn í næstu kosningum að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni og verðmætasta byggingarland Íslands verði nýtt til þess að styrkja og bæta borgarbyggðina. Margir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa skilið rökin fyrir því að borgin endurheimti Vatnsmýrina og flytja þau nú af miklum þrótti. Athyglisvert var að enginn þeirra Sigurðar Kára Kristjánssonar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar né Péturs Blöndal hafði nokkurn áhuga á því samkomulagi sem samgönguráðherra og borgarstjóri hafa nýlega kynnt, enda virðist það vera biðleikur í pattstöðu. Þeir vilja flugstarfsemina burt, annaðhvort á annan stað á höfuðborgarsvæðinu eða til Keflavíkur. Sumir koma seint á ballið, en þó áður en samgönguráðherra leikur síðasta lagið,sem er bygging flugstöðvar til þess að festa flugvöllinn í Vatnsmýrinni næstu áratugi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar