Sport

Tilnefningar fyrir leikmann ársins

Samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi standa fyrir vali á leikmanni ársins um þessar mundir. Tilnefningarnar voru tilkynntar á dögunum en athygli vakti að Chelsea á þrjá leikmenn af sex á listanum. Peter Cech, Frank Lampard og John Terry, sem allir leika með Chelsea, eru á listanum en þar má einnig finna Andrew Johnson frá Crystal Palace, Arsenalmanninn Thierry Henry og Steven Gerrard hjá Liverpool. Þá eru eftirtaldir leikmenn tilnefndir sem efnilegasti leikmaðurinn: Arjen Robben (Chelsea) Jermain Defoe (Tottenham Hotspur) Stewart Downing (Middlesbrough) Cristiano Ronaldo (Manchester United) Shaun Wright-Phillips (Manchester City) Wayne Rooney (Manchester United)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×