Bush óvinsælli Þórlindur Kjartansson skrifar 13. apríl 2005 00:01 Stuðningur við Bush Bandaríkjaforseta fer þverrandi um þessar mundir. Nýjustu kannanir benda til þess að um 44 prósent, landsmanna telji hann vera að standa sig vel í embætti en 54 prósent eru á öndverðum meiði og telja hann ekki standa sig. Eftir forsetakosningarnar síðasta haust sagði Bush að á fyrra kjörtímabili sínu hefði hann byggt pólitíska inneign sem hann hygðist nota á síðara kjörtímabilinu. Með öðrum orðum má ætla að Bush sé nokkuð sama um stöðu sína í skoðanakönnunum enda hefur hann svosem ekkert við vinsældir að gera þar sem hann getur ekki boðið sig fram í næstu kosningum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að forsetinn verður að njóta sæmilegra vinsælda til þess að þingmenn sjái sér hag í því að styðja áætlanir hans. Í Bandaríkjunum er þrískipting ríkisvaldsins nefnilega með ágætum og þar geta forsetar átt í basli með að koma hugmyndum sínum í framkvæmt jafnvel þótt flokksbræður þeirra séu í meirihluta í þinginu - eins og staðan er nú hjá repúblikönum. Á fyrra kjörtímabili Bush voru það utanríkismálin sem háværastar deilur stóðu um - einkum eftir að rykið í Írak fór að setjast og í ljós kom að forsendur stríðsrekstrarins voru á veikum grunni reistar. Óvenjulega hörð kosningabarátta síðasta haust var meðal annars vegna þess að nokkuð stór hluti bandarísku þjóðarinnar var mjög eindrægt gegn forsetanum og vildi fórna miklu til að koma honum úr embætti. Það tókst hins vegar ekki og utanríkismál Bandaríjkanna eru í lygnari farvegi nú en þá. Nú eru það hins vegar innanríkismálin sem valda deilum. Hæst ber mikil andstaða við hugmyndir Bush um umbyltingu í eftirlaunakerfinu. Bush vill að ungt fólk fái að ráðstafa stærri hluta lifeyrissparnaðs síns sjálft en vinstri menn og demókratar telja að þá yrði mikilli hættu boðið heim. Demókratar leggja mikla áherslu á að magna upp andstöðu við þessar hugmyndir og vera má, að þótt málið sé smávægilegt í augum annarra en útlendinga, þá sé það miklu líklegra til að draga úr stuðningi við forsetann heima fyrir. Ólíkt utanríkismálum sem snúast ekki nema að mjög litlu leyti um beina hagsmuni kjósenda sem einstaklinga þá eru lífeyrismálin sameiginleg öllum Bandaríkjamönnum. Demókratar reyndu mjög að vekja athygli á málefnum á borð við fjárlagahalla í síðustu kosningum. Fáir yrðu til þess að andmæla því að fjárlagahalli Bandaríkjanna er stórt vandamál en eðli slíkra vandamála hitta kjósendur þó ekki fyrir í hjartastað. Eini fjárlagahallinn sem skiptir máli fyrir almenning er munurinn á útgjöldum og tekjum heimilisins. Í Bandaríkjunum eru það ekki aðeins kosningar til forsetaembættisins sem skipta miklu máli. Strax í haust hefst slagurinn fyrir kosningarnar 2006 þegar þriðjungur Öldungardeildaþingmanna (af hundrað) og allir 435 fulltrúadeildarþingmennirnir þurfa að fara í slag til að halda sæti sínu. Ef Bush er mjög óvinsæll á þeim tíma kann það að veikja mjög stöðu Repúblikana sem aftur mun draga úr líkum á því að Bush nái að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES samningurinn? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Stuðningur við Bush Bandaríkjaforseta fer þverrandi um þessar mundir. Nýjustu kannanir benda til þess að um 44 prósent, landsmanna telji hann vera að standa sig vel í embætti en 54 prósent eru á öndverðum meiði og telja hann ekki standa sig. Eftir forsetakosningarnar síðasta haust sagði Bush að á fyrra kjörtímabili sínu hefði hann byggt pólitíska inneign sem hann hygðist nota á síðara kjörtímabilinu. Með öðrum orðum má ætla að Bush sé nokkuð sama um stöðu sína í skoðanakönnunum enda hefur hann svosem ekkert við vinsældir að gera þar sem hann getur ekki boðið sig fram í næstu kosningum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að forsetinn verður að njóta sæmilegra vinsælda til þess að þingmenn sjái sér hag í því að styðja áætlanir hans. Í Bandaríkjunum er þrískipting ríkisvaldsins nefnilega með ágætum og þar geta forsetar átt í basli með að koma hugmyndum sínum í framkvæmt jafnvel þótt flokksbræður þeirra séu í meirihluta í þinginu - eins og staðan er nú hjá repúblikönum. Á fyrra kjörtímabili Bush voru það utanríkismálin sem háværastar deilur stóðu um - einkum eftir að rykið í Írak fór að setjast og í ljós kom að forsendur stríðsrekstrarins voru á veikum grunni reistar. Óvenjulega hörð kosningabarátta síðasta haust var meðal annars vegna þess að nokkuð stór hluti bandarísku þjóðarinnar var mjög eindrægt gegn forsetanum og vildi fórna miklu til að koma honum úr embætti. Það tókst hins vegar ekki og utanríkismál Bandaríjkanna eru í lygnari farvegi nú en þá. Nú eru það hins vegar innanríkismálin sem valda deilum. Hæst ber mikil andstaða við hugmyndir Bush um umbyltingu í eftirlaunakerfinu. Bush vill að ungt fólk fái að ráðstafa stærri hluta lifeyrissparnaðs síns sjálft en vinstri menn og demókratar telja að þá yrði mikilli hættu boðið heim. Demókratar leggja mikla áherslu á að magna upp andstöðu við þessar hugmyndir og vera má, að þótt málið sé smávægilegt í augum annarra en útlendinga, þá sé það miklu líklegra til að draga úr stuðningi við forsetann heima fyrir. Ólíkt utanríkismálum sem snúast ekki nema að mjög litlu leyti um beina hagsmuni kjósenda sem einstaklinga þá eru lífeyrismálin sameiginleg öllum Bandaríkjamönnum. Demókratar reyndu mjög að vekja athygli á málefnum á borð við fjárlagahalla í síðustu kosningum. Fáir yrðu til þess að andmæla því að fjárlagahalli Bandaríkjanna er stórt vandamál en eðli slíkra vandamála hitta kjósendur þó ekki fyrir í hjartastað. Eini fjárlagahallinn sem skiptir máli fyrir almenning er munurinn á útgjöldum og tekjum heimilisins. Í Bandaríkjunum eru það ekki aðeins kosningar til forsetaembættisins sem skipta miklu máli. Strax í haust hefst slagurinn fyrir kosningarnar 2006 þegar þriðjungur Öldungardeildaþingmanna (af hundrað) og allir 435 fulltrúadeildarþingmennirnir þurfa að fara í slag til að halda sæti sínu. Ef Bush er mjög óvinsæll á þeim tíma kann það að veikja mjög stöðu Repúblikana sem aftur mun draga úr líkum á því að Bush nái að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun