Uppeldi ökumanna framtíðarinnar 13. apríl 2005 00:01 Umferðarstofa svarar leiðara Fréttablaðsins - Einar Magnús Magnússon Skiljanlegt er að Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins kunni því illa að sjá og heyra börn og fullorðna viðhafa þá framkomu sem sýnd er í auglýsingum Umferðarstofu, samanber ágætan leiðara hans í Fréttablaðinu 11. apríl s.l. Að barn eða fullorðinn hafi í frammi slíkt orðbragð þykir mörgum ótrúlegt en því miður vita fleiri að sú er raunin. Umferðarstofa birtir á hverju ári fjölda auglýsinga sem spanna mjög vítt svið í viðleitni stofnunarinnar til að bæta hegðun ökumanna og breyta og bæta viðhorf þeirra til umferðarinnar. Ein herferð tekur á hámarkshraða í íbúðarhverfum, önnur á ölvunarakstri og enn önnur á notkun bílbelta og svo mætti áfram telja. Þær auglýsingar sem hér um ræðir eru hinsvegar til þess gerðar að vekja foreldra og forráðamenn barna til umhugsunar um það, hvers konar fyrirmyndir þau sjálf eru í umferðinni. Það gætir augljóslega ákveðins misskilnings ritstjórans varðandi túlkun hans á auglýsingunum og tilgangi þeirra. Kári virðist setja punktinn aftan við framkomu barnsins í stað þess að horfa eða lesa áfram. Ef auglýsingin er skoðuð til enda kemur fram spurningin um það hvort að áhorfandinn sé börnum góð fyrirmynd. Þarna er verið að kalla eftir uppeldislegri ábyrgð foreldra í umferðinni. Þessar auglýsingar, sem og margt annað sem birtist í mynd, orði og riti, krefst þess að áhorfandinn hugsi málið í víðara samhengi en í fyrstu virðist ljóst vera. Er áhorfandinn börnum góð fyrirmynd hvað aksturslag varðar? Ekur hann/hún á ólöglegum hraða og kennir þar með barninu sínu viðlíka áhættuhegðun eða er hún/hann með ruddaskap og tillitsleysi í umferðinni? Þetta er sem betur fer flestum áhorfendum ljóst, miðað við undirtektirnar sem Umferðarstofa hefur fengið við auglýsingunum. En af hverju skyldi Umferðarstofa sjá ástæðu til að taka á einhverjum fúkyrðaflaumi og dónaskap manna í umferðinni? Frá þessari hegðun er mjög stutt í áhættuhegðun sem getur reynst hættuleg. Þetta kemur fram í fjölda slysaskýrslna og vitnisburða um aðdraganda umferðarslysa. Þetta er hegðun sem hugsanlega eitthvert barn - ökumaður framtíðarinnar - verður vitni af. Guðmundur Steingrímsson fjallaði í frábærri grein í Fréttablaðinu um þá viðleitni manna "að taka strútinn" eins og hann og félagar hans kalla það þegar menn stinga hausnum í sandinn og vilja ekki horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Vill eitthvert foreldri að barn þess stundi hraðakstur, aki án bílbelta, aki undir áhrifum áfengis eða viðhafi annars konar áhættuhegðun sem stofnar lífi þess og annarra í hættu? Það er kannski þægilegast "að taka strútinn" og neita að horfast í augu við það að barnið hefur hugsanlega tileinkað sér þessa hegðun vegna þess sem fyrir því er haft? Spurningin "Ert þú góð fyrirmynd?" er ákall til ábyrgðar og dómgreindar foreldra. Að uppalendur láti af ósæmilegri hegðun í umferðinni og fræði börnin sín um það að slík framkoma sé ekki til eftirbreytni. Með því móti mun okkur sameiginlega takast að uppræta þessa meinsemd sem því miður leiðir mjög oft til áhættuhegðunar og slysa. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Umferðarstofa svarar leiðara Fréttablaðsins - Einar Magnús Magnússon Skiljanlegt er að Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins kunni því illa að sjá og heyra börn og fullorðna viðhafa þá framkomu sem sýnd er í auglýsingum Umferðarstofu, samanber ágætan leiðara hans í Fréttablaðinu 11. apríl s.l. Að barn eða fullorðinn hafi í frammi slíkt orðbragð þykir mörgum ótrúlegt en því miður vita fleiri að sú er raunin. Umferðarstofa birtir á hverju ári fjölda auglýsinga sem spanna mjög vítt svið í viðleitni stofnunarinnar til að bæta hegðun ökumanna og breyta og bæta viðhorf þeirra til umferðarinnar. Ein herferð tekur á hámarkshraða í íbúðarhverfum, önnur á ölvunarakstri og enn önnur á notkun bílbelta og svo mætti áfram telja. Þær auglýsingar sem hér um ræðir eru hinsvegar til þess gerðar að vekja foreldra og forráðamenn barna til umhugsunar um það, hvers konar fyrirmyndir þau sjálf eru í umferðinni. Það gætir augljóslega ákveðins misskilnings ritstjórans varðandi túlkun hans á auglýsingunum og tilgangi þeirra. Kári virðist setja punktinn aftan við framkomu barnsins í stað þess að horfa eða lesa áfram. Ef auglýsingin er skoðuð til enda kemur fram spurningin um það hvort að áhorfandinn sé börnum góð fyrirmynd. Þarna er verið að kalla eftir uppeldislegri ábyrgð foreldra í umferðinni. Þessar auglýsingar, sem og margt annað sem birtist í mynd, orði og riti, krefst þess að áhorfandinn hugsi málið í víðara samhengi en í fyrstu virðist ljóst vera. Er áhorfandinn börnum góð fyrirmynd hvað aksturslag varðar? Ekur hann/hún á ólöglegum hraða og kennir þar með barninu sínu viðlíka áhættuhegðun eða er hún/hann með ruddaskap og tillitsleysi í umferðinni? Þetta er sem betur fer flestum áhorfendum ljóst, miðað við undirtektirnar sem Umferðarstofa hefur fengið við auglýsingunum. En af hverju skyldi Umferðarstofa sjá ástæðu til að taka á einhverjum fúkyrðaflaumi og dónaskap manna í umferðinni? Frá þessari hegðun er mjög stutt í áhættuhegðun sem getur reynst hættuleg. Þetta kemur fram í fjölda slysaskýrslna og vitnisburða um aðdraganda umferðarslysa. Þetta er hegðun sem hugsanlega eitthvert barn - ökumaður framtíðarinnar - verður vitni af. Guðmundur Steingrímsson fjallaði í frábærri grein í Fréttablaðinu um þá viðleitni manna "að taka strútinn" eins og hann og félagar hans kalla það þegar menn stinga hausnum í sandinn og vilja ekki horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Vill eitthvert foreldri að barn þess stundi hraðakstur, aki án bílbelta, aki undir áhrifum áfengis eða viðhafi annars konar áhættuhegðun sem stofnar lífi þess og annarra í hættu? Það er kannski þægilegast "að taka strútinn" og neita að horfast í augu við það að barnið hefur hugsanlega tileinkað sér þessa hegðun vegna þess sem fyrir því er haft? Spurningin "Ert þú góð fyrirmynd?" er ákall til ábyrgðar og dómgreindar foreldra. Að uppalendur láti af ósæmilegri hegðun í umferðinni og fræði börnin sín um það að slík framkoma sé ekki til eftirbreytni. Með því móti mun okkur sameiginlega takast að uppræta þessa meinsemd sem því miður leiðir mjög oft til áhættuhegðunar og slysa. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar