Uppeldi ökumanna framtíðarinnar 13. apríl 2005 00:01 Umferðarstofa svarar leiðara Fréttablaðsins - Einar Magnús Magnússon Skiljanlegt er að Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins kunni því illa að sjá og heyra börn og fullorðna viðhafa þá framkomu sem sýnd er í auglýsingum Umferðarstofu, samanber ágætan leiðara hans í Fréttablaðinu 11. apríl s.l. Að barn eða fullorðinn hafi í frammi slíkt orðbragð þykir mörgum ótrúlegt en því miður vita fleiri að sú er raunin. Umferðarstofa birtir á hverju ári fjölda auglýsinga sem spanna mjög vítt svið í viðleitni stofnunarinnar til að bæta hegðun ökumanna og breyta og bæta viðhorf þeirra til umferðarinnar. Ein herferð tekur á hámarkshraða í íbúðarhverfum, önnur á ölvunarakstri og enn önnur á notkun bílbelta og svo mætti áfram telja. Þær auglýsingar sem hér um ræðir eru hinsvegar til þess gerðar að vekja foreldra og forráðamenn barna til umhugsunar um það, hvers konar fyrirmyndir þau sjálf eru í umferðinni. Það gætir augljóslega ákveðins misskilnings ritstjórans varðandi túlkun hans á auglýsingunum og tilgangi þeirra. Kári virðist setja punktinn aftan við framkomu barnsins í stað þess að horfa eða lesa áfram. Ef auglýsingin er skoðuð til enda kemur fram spurningin um það hvort að áhorfandinn sé börnum góð fyrirmynd. Þarna er verið að kalla eftir uppeldislegri ábyrgð foreldra í umferðinni. Þessar auglýsingar, sem og margt annað sem birtist í mynd, orði og riti, krefst þess að áhorfandinn hugsi málið í víðara samhengi en í fyrstu virðist ljóst vera. Er áhorfandinn börnum góð fyrirmynd hvað aksturslag varðar? Ekur hann/hún á ólöglegum hraða og kennir þar með barninu sínu viðlíka áhættuhegðun eða er hún/hann með ruddaskap og tillitsleysi í umferðinni? Þetta er sem betur fer flestum áhorfendum ljóst, miðað við undirtektirnar sem Umferðarstofa hefur fengið við auglýsingunum. En af hverju skyldi Umferðarstofa sjá ástæðu til að taka á einhverjum fúkyrðaflaumi og dónaskap manna í umferðinni? Frá þessari hegðun er mjög stutt í áhættuhegðun sem getur reynst hættuleg. Þetta kemur fram í fjölda slysaskýrslna og vitnisburða um aðdraganda umferðarslysa. Þetta er hegðun sem hugsanlega eitthvert barn - ökumaður framtíðarinnar - verður vitni af. Guðmundur Steingrímsson fjallaði í frábærri grein í Fréttablaðinu um þá viðleitni manna "að taka strútinn" eins og hann og félagar hans kalla það þegar menn stinga hausnum í sandinn og vilja ekki horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Vill eitthvert foreldri að barn þess stundi hraðakstur, aki án bílbelta, aki undir áhrifum áfengis eða viðhafi annars konar áhættuhegðun sem stofnar lífi þess og annarra í hættu? Það er kannski þægilegast "að taka strútinn" og neita að horfast í augu við það að barnið hefur hugsanlega tileinkað sér þessa hegðun vegna þess sem fyrir því er haft? Spurningin "Ert þú góð fyrirmynd?" er ákall til ábyrgðar og dómgreindar foreldra. Að uppalendur láti af ósæmilegri hegðun í umferðinni og fræði börnin sín um það að slík framkoma sé ekki til eftirbreytni. Með því móti mun okkur sameiginlega takast að uppræta þessa meinsemd sem því miður leiðir mjög oft til áhættuhegðunar og slysa. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Umferðarstofa svarar leiðara Fréttablaðsins - Einar Magnús Magnússon Skiljanlegt er að Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins kunni því illa að sjá og heyra börn og fullorðna viðhafa þá framkomu sem sýnd er í auglýsingum Umferðarstofu, samanber ágætan leiðara hans í Fréttablaðinu 11. apríl s.l. Að barn eða fullorðinn hafi í frammi slíkt orðbragð þykir mörgum ótrúlegt en því miður vita fleiri að sú er raunin. Umferðarstofa birtir á hverju ári fjölda auglýsinga sem spanna mjög vítt svið í viðleitni stofnunarinnar til að bæta hegðun ökumanna og breyta og bæta viðhorf þeirra til umferðarinnar. Ein herferð tekur á hámarkshraða í íbúðarhverfum, önnur á ölvunarakstri og enn önnur á notkun bílbelta og svo mætti áfram telja. Þær auglýsingar sem hér um ræðir eru hinsvegar til þess gerðar að vekja foreldra og forráðamenn barna til umhugsunar um það, hvers konar fyrirmyndir þau sjálf eru í umferðinni. Það gætir augljóslega ákveðins misskilnings ritstjórans varðandi túlkun hans á auglýsingunum og tilgangi þeirra. Kári virðist setja punktinn aftan við framkomu barnsins í stað þess að horfa eða lesa áfram. Ef auglýsingin er skoðuð til enda kemur fram spurningin um það hvort að áhorfandinn sé börnum góð fyrirmynd. Þarna er verið að kalla eftir uppeldislegri ábyrgð foreldra í umferðinni. Þessar auglýsingar, sem og margt annað sem birtist í mynd, orði og riti, krefst þess að áhorfandinn hugsi málið í víðara samhengi en í fyrstu virðist ljóst vera. Er áhorfandinn börnum góð fyrirmynd hvað aksturslag varðar? Ekur hann/hún á ólöglegum hraða og kennir þar með barninu sínu viðlíka áhættuhegðun eða er hún/hann með ruddaskap og tillitsleysi í umferðinni? Þetta er sem betur fer flestum áhorfendum ljóst, miðað við undirtektirnar sem Umferðarstofa hefur fengið við auglýsingunum. En af hverju skyldi Umferðarstofa sjá ástæðu til að taka á einhverjum fúkyrðaflaumi og dónaskap manna í umferðinni? Frá þessari hegðun er mjög stutt í áhættuhegðun sem getur reynst hættuleg. Þetta kemur fram í fjölda slysaskýrslna og vitnisburða um aðdraganda umferðarslysa. Þetta er hegðun sem hugsanlega eitthvert barn - ökumaður framtíðarinnar - verður vitni af. Guðmundur Steingrímsson fjallaði í frábærri grein í Fréttablaðinu um þá viðleitni manna "að taka strútinn" eins og hann og félagar hans kalla það þegar menn stinga hausnum í sandinn og vilja ekki horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Vill eitthvert foreldri að barn þess stundi hraðakstur, aki án bílbelta, aki undir áhrifum áfengis eða viðhafi annars konar áhættuhegðun sem stofnar lífi þess og annarra í hættu? Það er kannski þægilegast "að taka strútinn" og neita að horfast í augu við það að barnið hefur hugsanlega tileinkað sér þessa hegðun vegna þess sem fyrir því er haft? Spurningin "Ert þú góð fyrirmynd?" er ákall til ábyrgðar og dómgreindar foreldra. Að uppalendur láti af ósæmilegri hegðun í umferðinni og fræði börnin sín um það að slík framkoma sé ekki til eftirbreytni. Með því móti mun okkur sameiginlega takast að uppræta þessa meinsemd sem því miður leiðir mjög oft til áhættuhegðunar og slysa. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun