Sport

Saha ekki með gegn Newcastle

Louis Saha, leikmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun ekki leika með liðinu gegn Newcastle í undanúrslitum FA Cup bikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Saha á við meiðsli að stríða á kálfa sem gæti kostað hann tveggja vikna fjarveru frá boltanum. Þá á Ryan Giggs í meiðslum á læri og verður að öllum líkindum ekki með á sunnudaginn. Saha kom til United frá Fulham í janúar 2004. Hann hefur aðeins byrjað inn á í sjö leikjum í vetur og átt erfitt uppdráttar hjá liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×