Sport

Wenger ánægður

Arsene Wenger var ánægður með stigin þrjú sem hans menn í Arsenal sóttu í greipar Middlesbrough í dag, þegar þeir sigruðu 1-0 með marki frakkans Robert Pires. "Middlesbrough léku vel og voru mjög skipulagðir. Við gáfum þeim aðeins eitt færi í leiknum og þar bjargaði markvörðurinn okkur. Annars fannst mér að ef annað liðið átti skilið að vinna í dag, þá voru það við, því við vorum mikið meira með boltann," sagði Wenger. "Þetta var frábær leikur að okkar hálfu og strákarnir gerðu nákvæmlega það sem lagt var upp með og ég er ánægður með það. Það er hinsvegar ofar mínum skilningi hvernig við fórum að því að tapa þessum leik. Þetta mark sem þeir skoruðu var ekkert annað en heppni. Við gáfum Arsenal aldrei tækifæri í leiknum og sóttum hratt á þá. Við fengum tækifæri til að gera út um leikinn og hefðum átt að nýta þau," sagði Steve McClaren, knattspyrnustjóri Boro, fúll eftir leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×