Sport

Bruce stoltur af strákunum

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham var stoltur af sínum mönnum eftir jafnteflið við Chelsea í dag. "Mér fannst við eiga góðan dag í vörninni og vorum dálítið vonsviknir að ná ekki í öll stigin, en ég býst við því að það sé nokkuð gott að ná jafntefli á þessum velli. Ég var farinn að hugsa um það þegar 10 mínútur voru eftir hvort við gætum virkilega unnið á Stamford Bridge, en við fengum stigið og gegn liði með svona sterka leikmenn, get ég ekki verið annað en ánægður. Ég er virkilega stoltur af strákunum mínum í dag," sagði Bruce. Jose Mourinho var skiljanlega ekki jafn ánægður með sína menn, en hrósaði Birmingham fyrir góðan leik. "Það er erfitt að halda út á andlega sviðinu í svona leik, þegar menn eru ný komnir úr svona stórleik í Meistaradeildinni. Birmingham varðist vel og stóðu sig vel, en mér fannst mínir menn ekki leika neina glansknattspyrnu," sagði Mourinho.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×