Sport

Hálfleikstölur á Englandi

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton eiga endurkomu dagsins það sem af er í ensku úrvaldseildinni í knattspyrnu en nú er hálfleikur í leikjum dagsins. Eftir að hafa lent 2-0 undir á móti Portsmouth hefur Charlton tekist að jafna í 2-2 með mörkum Jonathan Fortune og Danny Murphy sem jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiks. Það er enn markalaust hjá Chelsea og Birmingham, sömuleiðis hjá Man City og Liverpool og einnig hjá Middlesbrough og Arsenal. Bolton er 2-0 yfir gegn Fulham og Blackburn er 1-0 yfir gegn Southampton Klukkan 17.15 hefst leikur Man Utd og Norwich.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×