Sport

Blackburn á eftir Bellamy

Svo gæti farið að enska úrvalsdeildarfélagið í knattspyrnu, Blackburn, muni ryðja undankomuleið fyrir velska vandræðabarnið Craig Bellamy frá Newcastle en hann er sem stendur í láni hjá Glasgow Celtic í Skotlandi. Bellamy var flæmdur í burtu frá Newcastle í janúar eftir ólæknandi ósætti við knattspyrnustjórann Graeme Souness eins og frægt er orðið. Mark Hughes knattspyrnustjóri Blackburn er fyrrverandi landsliðsþjálfari Bellamy hjá velska landsliðinu og þekkir því vel til leikmannsins. Hann segir í viðtali við The Sun í dag að hann hafi spurst fyrir um Bellamy í janúar og hyggst freista þess að hósta upp þeim 5 milljónum punda sem talið er að þurfi til að kaupa velska landsliðsmanninn frá Newcastle.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×