Heimsmeistari í uppstoppun 13. október 2005 19:01 Íslendingar hafa eignast heimsmeistara í uppstoppun fiska. Íslensku keppendurnir tveir komu til landsins í morgun. Við komuna til Bandaríkjanna, þar sem keppnin var haldin, eyðilögðu tollverðir uppstoppaða fugla annars þeirra. Íslensku keppendurnir komu örþreyttir heim í morgun af heimsmeistaramótinu í uppstoppun, sem haldið var í Bandaríkjunum. Steinar Kristjánsson hlaut annað og þriðja sætið í opnum flokki fyrir fugla sína en Haraldur Ólafsson hampar nú heimsmeistaratitlinum í flokki atvinnumanna fyrir glæsilegan lax. Það sem dómararnir féllu fyrir var handbragðið á máluninni, lífleg stelling og hrósuðu þeir augum hans sérstaklega. Haraldur segir að á bak við sigurinn felist þolinmæði, vinna og að setja sér takmark - og ná því. Aðspurður hvort þetta breyti einhverju fyrir hann segir Haraldur það ekki vera svo hvað Ísland snerti en öðru máli gæti gegnt með önnur lönd. Hann hefur uppstoppun fiska að aðalstarfi og er nóg að gera að hans sögn. Steinar lenti í því að tollverðir í Chigaco rifu upp fuglana hans við komuna til Bandaríkjanna og hann fékk þá hálsbrotna, vængbrotna og alla vega. Steinar var hins vegar með öll leyfi í lagi. Og það var bót í máli að tveir dagar voru þá í keppnina og því tókst að koma fuglunum í sýningarhæft ástand í tæka tíð, en þeir eru þó að líkindum óhæfir til sölu, segir Steinar. Það voru á þriðja þúsund keppendur sem tóku þátt í mótinu, frá 22 þjóðlöndum, og því verður árangur þeirra félaga að teljast sérlega glæsilegur. Vinnan við að stoppa upp einn fisk tekur að minnsta kosti fjóra mánuði, og handmála þarf hverja einustu hreisturflögu. Haraldur segir það sífellt algengara að menn láti stoppa upp maríulaxa og stærstu fiskana sem þeir veiða - en af fuglunum er lundinn alltaf vinsælastur. Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Íslendingar hafa eignast heimsmeistara í uppstoppun fiska. Íslensku keppendurnir tveir komu til landsins í morgun. Við komuna til Bandaríkjanna, þar sem keppnin var haldin, eyðilögðu tollverðir uppstoppaða fugla annars þeirra. Íslensku keppendurnir komu örþreyttir heim í morgun af heimsmeistaramótinu í uppstoppun, sem haldið var í Bandaríkjunum. Steinar Kristjánsson hlaut annað og þriðja sætið í opnum flokki fyrir fugla sína en Haraldur Ólafsson hampar nú heimsmeistaratitlinum í flokki atvinnumanna fyrir glæsilegan lax. Það sem dómararnir féllu fyrir var handbragðið á máluninni, lífleg stelling og hrósuðu þeir augum hans sérstaklega. Haraldur segir að á bak við sigurinn felist þolinmæði, vinna og að setja sér takmark - og ná því. Aðspurður hvort þetta breyti einhverju fyrir hann segir Haraldur það ekki vera svo hvað Ísland snerti en öðru máli gæti gegnt með önnur lönd. Hann hefur uppstoppun fiska að aðalstarfi og er nóg að gera að hans sögn. Steinar lenti í því að tollverðir í Chigaco rifu upp fuglana hans við komuna til Bandaríkjanna og hann fékk þá hálsbrotna, vængbrotna og alla vega. Steinar var hins vegar með öll leyfi í lagi. Og það var bót í máli að tveir dagar voru þá í keppnina og því tókst að koma fuglunum í sýningarhæft ástand í tæka tíð, en þeir eru þó að líkindum óhæfir til sölu, segir Steinar. Það voru á þriðja þúsund keppendur sem tóku þátt í mótinu, frá 22 þjóðlöndum, og því verður árangur þeirra félaga að teljast sérlega glæsilegur. Vinnan við að stoppa upp einn fisk tekur að minnsta kosti fjóra mánuði, og handmála þarf hverja einustu hreisturflögu. Haraldur segir það sífellt algengara að menn láti stoppa upp maríulaxa og stærstu fiskana sem þeir veiða - en af fuglunum er lundinn alltaf vinsælastur.
Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira