Þurfa grunnskólanemar trúaráróður? 13. október 2005 19:01 Námsefni grunnskóla - Óli Gneisti Sóleyjarson Sigmundur Ernir skrifar í Fréttablaðinu þann 3. apríl grein sem ber heitið Af sjálfsmynd þjóðarinnar. Með greininni bætist Sigmundur í hóp þeirra manna sem er einbeittur í að mistúlka málstað þeirra sem gagnrýnt hafa form kristinfræðikennslu í íslenskum skólum. Orðrétt segir hann:"Það væri álíka gáfulegt að kenna ekki þessa kristnu sögu í skólum landsins og að leggja niður íslenskukennslu." Hann lætur eins og það séu einhverjir að berjast gegn því að kennt sé um kristna trú og sögu kristni á Íslandi í skólum. Svo er ekki. Umræðan fór af stað vegna þess að of mikið er um að kristinfræðikennsla í íslenskum skólum sé einfaldlega kristniboð. Það er til dæmis ekki eðlilegt að bænahald sé í opinberum skólum. Slíkt hefur meira að segja verið stöðvað í hinum ofurkristnu Bandaríkjum. Það er ekki heldur eðlilegt að sagan af upprisu Jesú sé kennd eins og um sagnfræðilega staðreynd sé að ræða. Síðan eru til dæmi um að kennarar hafi niðurlægt nemendur sem ekki eru trúaðir. Persónulega hef ég ekkert á móti því að kennt sé um kristna goðafræði í skólum, ekki frekar en að kennt sé um ásatrú. Málið snýst um að námsefnið sé sett upp á heiðarlegan hátt í stað þess að um áróður sé að ræða. Ég hef á tilfinningunni að Sigmundur hafi lítið sem ekkert kynnt sér málflutning okkar sem gagnrýnt höfum fyrirkomulag kristinfræðikennslu. Sigmundur fjallar mikið um hve kristni er rótgróin í þjóðinni. Í raun mætti segja að þjóð sem væri jafn gegnsýrð af kristinni trú og Sigmundur heldur fram þyrfti ekki á kristinfræðslu að halda. Annars má skilja hann svo að enginn sé alvöru Íslendingur nema hann aðhyllist kristna trú. Þetta er makalaus þröngsýni hjá manninum. Það kemur samt málinu lítið við hve trúuð þjóðin er. Fræðsla um kristni er hiklaust af hinu góða. Sömuleiðis fræðsla um önnur trúarbrögð og trúarskoðanir. Fræðslan þarf hins vegar að vera heiðarleg og hún þarf að byggja á staðreyndum. Grundvallaratriðið er að trúfrelsi á að vera á Íslandi og því á trúaráróður ekki heima í skólum hér á landi. Þetta grundvallaratriði ætti jafnvel að gilda þó 100% þjóðarinnar aðhylltist ákveðna trú. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Námsefni grunnskóla - Óli Gneisti Sóleyjarson Sigmundur Ernir skrifar í Fréttablaðinu þann 3. apríl grein sem ber heitið Af sjálfsmynd þjóðarinnar. Með greininni bætist Sigmundur í hóp þeirra manna sem er einbeittur í að mistúlka málstað þeirra sem gagnrýnt hafa form kristinfræðikennslu í íslenskum skólum. Orðrétt segir hann:"Það væri álíka gáfulegt að kenna ekki þessa kristnu sögu í skólum landsins og að leggja niður íslenskukennslu." Hann lætur eins og það séu einhverjir að berjast gegn því að kennt sé um kristna trú og sögu kristni á Íslandi í skólum. Svo er ekki. Umræðan fór af stað vegna þess að of mikið er um að kristinfræðikennsla í íslenskum skólum sé einfaldlega kristniboð. Það er til dæmis ekki eðlilegt að bænahald sé í opinberum skólum. Slíkt hefur meira að segja verið stöðvað í hinum ofurkristnu Bandaríkjum. Það er ekki heldur eðlilegt að sagan af upprisu Jesú sé kennd eins og um sagnfræðilega staðreynd sé að ræða. Síðan eru til dæmi um að kennarar hafi niðurlægt nemendur sem ekki eru trúaðir. Persónulega hef ég ekkert á móti því að kennt sé um kristna goðafræði í skólum, ekki frekar en að kennt sé um ásatrú. Málið snýst um að námsefnið sé sett upp á heiðarlegan hátt í stað þess að um áróður sé að ræða. Ég hef á tilfinningunni að Sigmundur hafi lítið sem ekkert kynnt sér málflutning okkar sem gagnrýnt höfum fyrirkomulag kristinfræðikennslu. Sigmundur fjallar mikið um hve kristni er rótgróin í þjóðinni. Í raun mætti segja að þjóð sem væri jafn gegnsýrð af kristinni trú og Sigmundur heldur fram þyrfti ekki á kristinfræðslu að halda. Annars má skilja hann svo að enginn sé alvöru Íslendingur nema hann aðhyllist kristna trú. Þetta er makalaus þröngsýni hjá manninum. Það kemur samt málinu lítið við hve trúuð þjóðin er. Fræðsla um kristni er hiklaust af hinu góða. Sömuleiðis fræðsla um önnur trúarbrögð og trúarskoðanir. Fræðslan þarf hins vegar að vera heiðarleg og hún þarf að byggja á staðreyndum. Grundvallaratriðið er að trúfrelsi á að vera á Íslandi og því á trúaráróður ekki heima í skólum hér á landi. Þetta grundvallaratriði ætti jafnvel að gilda þó 100% þjóðarinnar aðhylltist ákveðna trú. Höfundur er háskólanemi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun