Sport

Perrin veit ekkert um lið sitt

Alain Perrin, nýráðinn knattspyrnustjóri Portsmouth í ensku Úrvalsdeildinni, á greinilega mikið verk fyrir höndum, en á blaðamannafundi í morgun kom hann upp um algert þekkingarleysi á félaginu. Enska blaðið The Sun greinir frá því að á fundinum hafi stjórinn verið spurður um aftöðu sína til hugsanlegra kaupa Middlesbrough á Yakubu, aðal sóknarmanni Portsmouth. Eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðarmenn sína, sagði Frakkinn hreinskilnislega, "Ég veit það ekki, ég þekki leikmanninn ekki nógu vel, þið verðið bara að spyrja Joe (Jordan), aðstoðarmann minn. Ég er veit ekki nógu mikið um leikmennina hjá félaginu ennþá," sagði hann. Ekki tók betra við þegar stjórinn var spurður út í næstu andstæðinga liðsins, sem er lið Charlton. "Ég veit ekkert um þá," sagði Perrin ráðvilltur. Þetta þykir enskum fjölmiðlum ansi lélegt og hefur Portsmouth liðið verið gagnrýnt nokkuð fyrir að ráða til sín stjóra sem ekkert veit um gang mála í knattspyrnunni í landinu. Það verður hinsvegar að koma í ljós um helgina hvort vanþekking stjórans kemur að sök þegar flautað verður af gegn Charlton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×