Sport

Bowyer fær hlýjar móttökur

Slagsmálahundurinn Lee Bowyer fékk blíðar móttökur frá stuðningsmönnum Newcastle í Evrópuleik liðsins gegn Sporting Lissabon í gærkvöldi. Bowyer var skipt útaf undir lok leiksins, einmitt fyrir félaga sinn Kieron Dyer sem hann flaugst á við í leik um síðustu helgi og áhorfendur risu úr sætum sínum og hylltu leikmanninn þegar hann gekk af velli. "Ég er mjög hrærður yfir þeim móttökum sem ég fékk og mig langar að þakka stuðningsmönnum Newcastle fyrir hlýjar móttökur. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að bregðast þeim ekki og mun leggja mig allan fram á vellinum," sagði Bowyer eftir leikinn. Ég er fyrst og fremst feginn að sjá að þetta mál er úr sögunni og nú getur fólk farið að einbeita sér að því að tala um knattspyrnu aftur," sagði Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle að leik loknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×