Sport

Ferguson tók Ruud inn of snemma

Alex Ferguson hefur komið til varnar hollenska framherja sínum Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United og segist hafa tekið hann of snemma inn í liðið eftir meiðsli. Nistelrooy hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir slaka frammistöðu með United undanfarið, en nú hefur knattspyrnustjórinn komið honum til varnar og tekið á sig gagnrýnina. "Ruud hefur ekki verið að finna sig undanfarið og það er einfaldlega vegna þess að ég tók hann of snemma inn í liðið eftir að hann steig upp úr erfiðum meiðslum. Hann hefði átt að hvíla mun lengur, en þegar maður er að spila við AC Milan í Meistaradeildinni og skoðar frábæra markaskorun hans í keppninni í gegn um árin, var bara ekki hægt að sleppa því að láta hann leika," sagði Ferguson. Vel má vera að Nistelrooy verði látinn hvíla um helgina þegar United mætir Norwich, en þeir Louis Saha og Alan Smith eru að ná sér á strik eftir meiðsli og gætu komið inn í stað hollenska leikmannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×