Verðtrygging lána er séríslensk 7. apríl 2005 00:01 Verðtrygging - Sigurður T. Sigurðsson, fyrrv. formaður Hlífar. Verðtrygging lána er óeðlileg hvernig sem á hana er litið. Hún er séríslenskt fyrirbæri og eingöngu gerð til að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda á kostnað almennings. Hún er stöðug ógnun við fjárhagslegt öryggi heimilanna í landinu, enda hafa þau í þúsundatali orðið gjaldþrota síðan Ólafslögin illræmdu voru samþykkt á Alþingi hinn 10. apríl 1979. Verðtrygging á almennum íbúðarlánum gerir þau að vondum kosti öllu launafólki, því allar þensluhvetjandi ákvarðanir stjórnvalda sem og fyrirtækja hafa bein áhrif til hækkunar og aukinnar greiðslubyrði lántakanda. Allt er vísutölutryggt eða frjálst til hækkunar nema naumt skömmtuð launin. Þetta kerfi minnir óneitanlega á gömlu Sovétríkin, að því undanskyldu að nú eru það fégráðug markaðsöfl sem ráða ferðinni, áður var það miðstýrð alræðisstjórn. Sem dæmi má taka fasteignaverð. Þegar það hækkar eins og það hefur gert undanfarið þá tekur verðtrygging lána stökk upp á við með þeim afleiðingum að bæði lánin og afborganir af þeim stórhækka. Þetta á einnig við þegar verð á grænmeti eða kaffi hækkar erlendis eða verð á olíu og bensíni hækkar vegna ólöglegs samráðs markaðsráðandi aðila svo sem olíufélaga. Hversu vitlaust sem það er þá hefur þetta allt áhrif til hækkunar á verðtryggingu lána og eykur stöðugt greiðslubyrði almennings af þeim. Þannig er almenningur látinn borga bæði löglegan og ólöglegan gróða, sem lánastofnanir, olíufélög, tryggingafélög og önnur markaðsráðandi fyrirtæki taka sér löglega eða ólöglega. Þetta gengur svo langt að fyrirtæki sem staðin eru að því að brjóta lög og féfletta almenning fá að halda sínum illa fengna gróða og stjórnendurnir þeirra sleppa til þess að halda iðju sinni áfram annars staðar. Það hefur ítrekað sýnt sig að verðtrygging lána er freistandi hvatning til lánastofnana og annara fjármagnseigenda til að viðhalda "hæfilega mikilli" þenslu og verðbólgu í efnahagslífinu, því þá fá þau meira í sinn hlut. Og svo mun verða á meðan leyft er að verðtryggja útlánin. Það dylst engum að mjög náið samráð um vexti er á milli banka og sparisjóða hérlendis, það sýnir hinn sáralitli munur sem er á vaxtatilboðum þeirra. Sumir bankar og sparisjóðir eru jafnvel með sérstaka sjóði sem notaðar eru til kaupa á íbúðum, sem síðan eru seldar almenningi á uppsprengdu verði með tilheyrandi veðum og verðtryggingu. Við skulum heldur ekki gleyma fasteignaheildsölum, sem kaupa og selja íbúðir með það eitt að markmiði að græða sem mest á þeim. Allt þetta eykur verðbólguna og hámarkar gróðann. Fyrir nokkrum áratugum voru menn sektaðir fyrir að stunda okurstarfsemi. Nú í dag eru þeir hins vegar verðlaunaðir og fá að halda eftir milljörðum króna sem þeir taka ófrjálsri hendi úr vasa almennings. Lægstu vextir á íbúðalánum á Íslandi eru 4,15%. Vaxtaupphæðin er venjulega auglýst með stórum stöfum. Síðan kemur með smærra letri að vextirnir séu verðtryggðir. Það dylst ekki að lánastofnanir vilja sem minnst á verðtrygginguna minnast og helst sleppa því að geta um hana. Í sumum dagblaðaauglýsingum er jafnvel ekkert getið um verðtryggingu eins og hún sé ekki til. Þessa dagana er verðbólga hér á landi um 4,8%, sem þýðir að raunvextir af húsnæðislánum eru um 9,0%. Þessi háa vaxtaprósenta eykur greiðslubyrðina án tillits til þess, hvort samsvarandi tekjuhækkun verði hjá lántakanda og skrumskælir allar viðmiðanir, t.d. það greiðslumat sem upphaflega var miðað við þegar lánið var tekið. Slæm reynsla almennings af verðtryggingu lána ætti að vera nægjanleg rök til þess að banna hana, ekki einungis á lánum til 20 ára, eins og Framsókn vill, heldur á öllum lánum til íbúðarkaupa. Gaman væri að forysta ASÍ tæki rögg á sig og segði okkur hinum frá því hvort hún mæli ennþá með verðtryggingu lána. Ef svo er viljum við fá að vita það. Hvað segir t.d. forseti Alþýðusambandsins ? Í Bandaríkjunum, Kanada og V-Evrópu, að Íslandi undanskyldu, eru útlán til almennings ekki verðtryggð. Auk þess eru vextir af íbúðalánum þar verulega lægri en hér, allt niður fyrir 3%, t.d í Danmörku eru þeir 4%. Á sama tíma eru raunvextir hjá okkur um 9%. Það er því engin furða þótt íslenskir bankar og sparisjóðir sýni hagnað upp á hundruði milljarða og geti þar að auki tekið þátt í fjárfestingum í öðrum löndum. Gauragangurinn og lætin í íslenskum fjárfestum erlendis eru svo mikil að fólk, bæði á meginlandi Evrópu og í Englandi gapir af undrun og spyr: Hvaðan fá Íslendingarnir alla þessa peninga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Verðtrygging - Sigurður T. Sigurðsson, fyrrv. formaður Hlífar. Verðtrygging lána er óeðlileg hvernig sem á hana er litið. Hún er séríslenskt fyrirbæri og eingöngu gerð til að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda á kostnað almennings. Hún er stöðug ógnun við fjárhagslegt öryggi heimilanna í landinu, enda hafa þau í þúsundatali orðið gjaldþrota síðan Ólafslögin illræmdu voru samþykkt á Alþingi hinn 10. apríl 1979. Verðtrygging á almennum íbúðarlánum gerir þau að vondum kosti öllu launafólki, því allar þensluhvetjandi ákvarðanir stjórnvalda sem og fyrirtækja hafa bein áhrif til hækkunar og aukinnar greiðslubyrði lántakanda. Allt er vísutölutryggt eða frjálst til hækkunar nema naumt skömmtuð launin. Þetta kerfi minnir óneitanlega á gömlu Sovétríkin, að því undanskyldu að nú eru það fégráðug markaðsöfl sem ráða ferðinni, áður var það miðstýrð alræðisstjórn. Sem dæmi má taka fasteignaverð. Þegar það hækkar eins og það hefur gert undanfarið þá tekur verðtrygging lána stökk upp á við með þeim afleiðingum að bæði lánin og afborganir af þeim stórhækka. Þetta á einnig við þegar verð á grænmeti eða kaffi hækkar erlendis eða verð á olíu og bensíni hækkar vegna ólöglegs samráðs markaðsráðandi aðila svo sem olíufélaga. Hversu vitlaust sem það er þá hefur þetta allt áhrif til hækkunar á verðtryggingu lána og eykur stöðugt greiðslubyrði almennings af þeim. Þannig er almenningur látinn borga bæði löglegan og ólöglegan gróða, sem lánastofnanir, olíufélög, tryggingafélög og önnur markaðsráðandi fyrirtæki taka sér löglega eða ólöglega. Þetta gengur svo langt að fyrirtæki sem staðin eru að því að brjóta lög og féfletta almenning fá að halda sínum illa fengna gróða og stjórnendurnir þeirra sleppa til þess að halda iðju sinni áfram annars staðar. Það hefur ítrekað sýnt sig að verðtrygging lána er freistandi hvatning til lánastofnana og annara fjármagnseigenda til að viðhalda "hæfilega mikilli" þenslu og verðbólgu í efnahagslífinu, því þá fá þau meira í sinn hlut. Og svo mun verða á meðan leyft er að verðtryggja útlánin. Það dylst engum að mjög náið samráð um vexti er á milli banka og sparisjóða hérlendis, það sýnir hinn sáralitli munur sem er á vaxtatilboðum þeirra. Sumir bankar og sparisjóðir eru jafnvel með sérstaka sjóði sem notaðar eru til kaupa á íbúðum, sem síðan eru seldar almenningi á uppsprengdu verði með tilheyrandi veðum og verðtryggingu. Við skulum heldur ekki gleyma fasteignaheildsölum, sem kaupa og selja íbúðir með það eitt að markmiði að græða sem mest á þeim. Allt þetta eykur verðbólguna og hámarkar gróðann. Fyrir nokkrum áratugum voru menn sektaðir fyrir að stunda okurstarfsemi. Nú í dag eru þeir hins vegar verðlaunaðir og fá að halda eftir milljörðum króna sem þeir taka ófrjálsri hendi úr vasa almennings. Lægstu vextir á íbúðalánum á Íslandi eru 4,15%. Vaxtaupphæðin er venjulega auglýst með stórum stöfum. Síðan kemur með smærra letri að vextirnir séu verðtryggðir. Það dylst ekki að lánastofnanir vilja sem minnst á verðtrygginguna minnast og helst sleppa því að geta um hana. Í sumum dagblaðaauglýsingum er jafnvel ekkert getið um verðtryggingu eins og hún sé ekki til. Þessa dagana er verðbólga hér á landi um 4,8%, sem þýðir að raunvextir af húsnæðislánum eru um 9,0%. Þessi háa vaxtaprósenta eykur greiðslubyrðina án tillits til þess, hvort samsvarandi tekjuhækkun verði hjá lántakanda og skrumskælir allar viðmiðanir, t.d. það greiðslumat sem upphaflega var miðað við þegar lánið var tekið. Slæm reynsla almennings af verðtryggingu lána ætti að vera nægjanleg rök til þess að banna hana, ekki einungis á lánum til 20 ára, eins og Framsókn vill, heldur á öllum lánum til íbúðarkaupa. Gaman væri að forysta ASÍ tæki rögg á sig og segði okkur hinum frá því hvort hún mæli ennþá með verðtryggingu lána. Ef svo er viljum við fá að vita það. Hvað segir t.d. forseti Alþýðusambandsins ? Í Bandaríkjunum, Kanada og V-Evrópu, að Íslandi undanskyldu, eru útlán til almennings ekki verðtryggð. Auk þess eru vextir af íbúðalánum þar verulega lægri en hér, allt niður fyrir 3%, t.d í Danmörku eru þeir 4%. Á sama tíma eru raunvextir hjá okkur um 9%. Það er því engin furða þótt íslenskir bankar og sparisjóðir sýni hagnað upp á hundruði milljarða og geti þar að auki tekið þátt í fjárfestingum í öðrum löndum. Gauragangurinn og lætin í íslenskum fjárfestum erlendis eru svo mikil að fólk, bæði á meginlandi Evrópu og í Englandi gapir af undrun og spyr: Hvaðan fá Íslendingarnir alla þessa peninga?
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun