Sport

Elsa og Jakob sigursæl í göngu

Ólafsfirðingurinn Elsa Guðrún Jónsdóttir og Ísfirðingurinn Jakob Einar Jakobsson hafa verið sigursæl á Skíðamóti Íslands sem fram fer á Sauðárkróki. Þau hafa unnið fern gullverðlaun í skíðagöngu. Bæði höfðu mikla yfirburði í keppni með frjálsri aðferð í gær. Ísfirðingurinn Arnar Björgvinsson sigraði í 10 kílómetra göngu pilta 17-19 ára með frjálsri aðferð og hann vann einnig tvíkeppnina. Ólafsfirðingurinn Kristján Uni Óskarsson og Akureyringurinn Hrefna Dagbjartsdóttir urðu í gær Íslandsmeistarar í svigi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×