Sport

Ferreira meiddur

Portúgalski varnarmaðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea hefur greinst með fótbrot og svo gæti farið að kappinn léki ekki meira með liði sínu á tímabilinu. Ferreira meiddist í landsleik Portúgala og Slóvaka í vikunni og við nánari læknisskoðun hefur komið í ljós að hann er fótbrotinn.  Talið er víst að hann verði frá keppni út leiktíðina, en forráðamenn Chelsea eru ekki tilbúnir að kaupa þá skýringu og vilja meina að hann geti verið klár í slaginn fyrr. Þetta er liðinu engu að síður mikið áfall á lokasprettinum, því hópur Chelsea er ekki mjög breiður þegar kemur að frambærilegum varnarmönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×