Sport

Barrichello sáttur við nýja bílinn

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello er afar ánægður með nýja bílinn hjá liði sínu Ferrari og varar andstæðinga sína við endurkomu liðsins á toppinn. "Nýji bíllinn er rosalegur og ég er sérstaklega hrifinn af honum í beygjunum. Ég gat ekki annað en brosað þegar ég reysluók bílnum og ég get lofað öllum að hann skilar okkur beint á toppinn aftur," sagði brassinn geðþekki á blaðamannafundi fyrir skemmstu. Lið Ferrari hefur valdið vonbrigðum framan af tímabili og greinilegt var að gamli bíllinn sem þeir kepptu á hafði ekki roð við nýjum og feykiöflugum bílum Renault, sem hafa gott forskot eftir fyrstu keppnir ársins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×