Sport

Rio meiddur

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, er tæpur fyrir leik United gegn Blackburn um jhelgina vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Englendinga og Asera í gær. Miðverðinum sterka var skipt útaf á 77. mínútu í landsleiknum í gær og kvartaði þá yfir meiðslum á læri. Ekki hefur enn fengist staðfest hvort meiðslin eru það alvarlega að halda honum frá leiknum með United um helgina, en hann mun gangast undir læknisskoðun fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×