Sport

NFL-leikmaður kærður fyrir ofbeldi

Kæra hefur verið lögð fram á hendur Marvin Harrison, leikmanns Indianapolis Colts í ameríska fótboltanum, fyrir ofbeldisfullt athæfi gagnvart þremur ungum strákum. Atvikið átti sér stað í Hilton Hawaiian Village fyrr á þessu ári þar sem Harrison var staddur ásamt tveimur félögum sínum. Strákarnir þrír, Johnnie Reshard Jr., Ernest Simon Jr. og Eric Gilbert Jr., hugðust ná tali af Harrison sem var upptekinn í farsíma sínum. Mennirnir tveir sögðu ungmennunum að engar áritanir né ljósmyndanir væru í boði. Er Harrison hafði lokið sér af réðist hann að strákunum og tók m.a. einn þeirra "mjög hættulegu kverkataki," samkvæmt vitnisburði drengjanna. Málið er í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×