Íslenskt bíóvor Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. mars 2005 00:01 Samkvæmt lífseigri goðsögn fara Íslendingar þjóða mest í bíó. Þessi almenni bíóáhugi er vitaskuld afskaplega krúttlegur en er þó ekki ávísun á að Íslendingar séu bíómenningarþjóð þar sem magn og gæði fara ekki saman á íslenskum bíómarkaði, sem er ofhlaðinn Hollywood-framleiðslu. Það standa auðvitað fáir Bandaríkjamönnum framar í kvikmyndaframleiðslu enda hafa þarlendir gert kvikmyndagerð að arðbærri stóriðju. Þar er margt vel gert en hverjum gullmola sem ratar hingað frá Ameríku fylgja óteljandi kílómetrar af filmum með illa leiknu og skrifuðu rusli.Bíóþjóðin hefur þó ekki kippt sér mikið upp við það. Aðalmálið virðist vera að fara í bíó og drepa um það bil tvo klukkutíma í senn. Hvað það er sem er horft á er aukaatriði. Kvikmyndahúsunum hefur verið legið á hálsi að bjóða nær einungis upp á engilsaxneskt afþreyingarefni og það eru ekki mörg ár síðan það var hending að evrópskar, að maður tali ekki um asískar myndir, rötuðu á almennar sýningar í bíóum í Reykjavík. Bíóin ein og sér geta ekki borið alla ábyrgðina enda ekki ríkisstyrkt menningarfyrirtæki. Þau þurfa að standa undir sér og leggja því áherslu á það sem fjöldinn vill sjá. Árni Samúelsson gerði einu sinni virðingarverða tilraun til þess að búa til artí bíóstemningu í miðborg Reykjavíkur þegar hann breytti Nýja bíó í svokallað mánudagsbíóhús með áherslu á listrænar myndir. Betty Blue og Blue Velvet gengu ágætlega en síðan rann tilraunin út í sandinn. Fólkið lét einfaldlega ekki sjá sig. Síðan þá hefur margt breyst og áhugi á jaðarmyndum, litlum sjálfstæðum myndum og myndum úr öllum heimshornum hefur snaraukist. Vel heppnaðar kvikmyndahátíðir, breskir bíódagar, franskir bíódagar, "indí" hátíð, Nordisk Panorama og fleiri bíóveislur hafa sýnt myndir fyrir fullu húsi og vakið meiri athygli og selt fleiri miða en björtustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er því ljóst að íslenskir bíógestir vilja meiri fjölbreytni og þó að kvikmyndahátíðir séu vissulega góðra gjalda verðar ætti þessi fjölþjóðlega stemning á markaðnum að sýna að "öðruvísi myndir" ættu að geta gengið í almennum sýningum. Kvikmyndahátíðin Iceland International Film Festival 2005 sem hefst þann 7. apríl er ein sú glæsilegasta og safaríkasta sem haldin hefur verið á Íslandi árum saman en á dagskrá hennar eru myndir á borð við La Mala Education, nýjasta mynd spænska leikstjórans Pedro Almódovar, Ett hål i mitt hjärta eftir sænska snillinginn Lukas Moodysson, Downfall þar sem Bruno Ganz fer á kostum í hlutverki Adolfs Hitler, Maria Full of Grace, Hotel Rwanda, Vera Drake, Kinsey, 9 Songs, House of Flying Daggers og The Woodsman. Allar þessar myndir hafa vakið mikla athygli og aðdáendur Almódovars hafa beðið myndar hans með óþreyju frá því í fyrra. Sumar þessara mynda kepptu um Óskarsverðlaunin en samt berast þær Íslendingum ekki fyrr en verðlaunaathöfnin er löngu liðin og til þess þarf kvikmyndahátíð.Moodysson hefur verið að gera allt vitlaust með Ett hål i mitt hjärta, stórmerkilegri en jafnframt átakanlega erfiðri mynd. Sömu sögu er að segja af Michael Winterbottom, sem gengur með 9 Songs lengra í kynlífssenum en "alvöru leikstjórar" hafa áður gert. Þær myndir sem hér eru nefndar hafa allar vakið ýmist hrifningu, sterk viðbrögð eða deilur og það er illt að þurfa að bíða eftir þeim lengur en nauðsynlegt er. Þetta eru vissulega fullsæmdar skrautfjaðrir fyrir hvaða kvikmyndahátíð sem er en það er eitthvað að ef þær geta ekki spjarað sig á almennum sýningum á Íslandi. Þá væri fólki nær að leggja meira púður í baráttuna fyrir bættri bíómenningu frekar en að rembast við að bæta vínmenningu. Það verkefni er vita vonlaust. Það er gósentíð fram undan hjá íslenskum bíófíklum en um helgina verður langþráð mynd um ævi Peter Sellers, The Life and Death of Peter Sellers með Geoffrey Rush í aðalhutverki, og í lok næstu viku skellur stóra kvikmyndahátíðin á með slíkum kræsingum að það verður full vinna að sjá allt sem er í boði. Úrvalið þarna sýnir og sannar að kvikmyndahátíðir munu alltaf vera okkur Íslendingum nauðsynlegar þó að rjómanum af þeim verði fleytt yfir á almennar sýningar til að stytta biðina eftir myndum sem eru funheitar í umræðunni úti um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Samkvæmt lífseigri goðsögn fara Íslendingar þjóða mest í bíó. Þessi almenni bíóáhugi er vitaskuld afskaplega krúttlegur en er þó ekki ávísun á að Íslendingar séu bíómenningarþjóð þar sem magn og gæði fara ekki saman á íslenskum bíómarkaði, sem er ofhlaðinn Hollywood-framleiðslu. Það standa auðvitað fáir Bandaríkjamönnum framar í kvikmyndaframleiðslu enda hafa þarlendir gert kvikmyndagerð að arðbærri stóriðju. Þar er margt vel gert en hverjum gullmola sem ratar hingað frá Ameríku fylgja óteljandi kílómetrar af filmum með illa leiknu og skrifuðu rusli.Bíóþjóðin hefur þó ekki kippt sér mikið upp við það. Aðalmálið virðist vera að fara í bíó og drepa um það bil tvo klukkutíma í senn. Hvað það er sem er horft á er aukaatriði. Kvikmyndahúsunum hefur verið legið á hálsi að bjóða nær einungis upp á engilsaxneskt afþreyingarefni og það eru ekki mörg ár síðan það var hending að evrópskar, að maður tali ekki um asískar myndir, rötuðu á almennar sýningar í bíóum í Reykjavík. Bíóin ein og sér geta ekki borið alla ábyrgðina enda ekki ríkisstyrkt menningarfyrirtæki. Þau þurfa að standa undir sér og leggja því áherslu á það sem fjöldinn vill sjá. Árni Samúelsson gerði einu sinni virðingarverða tilraun til þess að búa til artí bíóstemningu í miðborg Reykjavíkur þegar hann breytti Nýja bíó í svokallað mánudagsbíóhús með áherslu á listrænar myndir. Betty Blue og Blue Velvet gengu ágætlega en síðan rann tilraunin út í sandinn. Fólkið lét einfaldlega ekki sjá sig. Síðan þá hefur margt breyst og áhugi á jaðarmyndum, litlum sjálfstæðum myndum og myndum úr öllum heimshornum hefur snaraukist. Vel heppnaðar kvikmyndahátíðir, breskir bíódagar, franskir bíódagar, "indí" hátíð, Nordisk Panorama og fleiri bíóveislur hafa sýnt myndir fyrir fullu húsi og vakið meiri athygli og selt fleiri miða en björtustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er því ljóst að íslenskir bíógestir vilja meiri fjölbreytni og þó að kvikmyndahátíðir séu vissulega góðra gjalda verðar ætti þessi fjölþjóðlega stemning á markaðnum að sýna að "öðruvísi myndir" ættu að geta gengið í almennum sýningum. Kvikmyndahátíðin Iceland International Film Festival 2005 sem hefst þann 7. apríl er ein sú glæsilegasta og safaríkasta sem haldin hefur verið á Íslandi árum saman en á dagskrá hennar eru myndir á borð við La Mala Education, nýjasta mynd spænska leikstjórans Pedro Almódovar, Ett hål i mitt hjärta eftir sænska snillinginn Lukas Moodysson, Downfall þar sem Bruno Ganz fer á kostum í hlutverki Adolfs Hitler, Maria Full of Grace, Hotel Rwanda, Vera Drake, Kinsey, 9 Songs, House of Flying Daggers og The Woodsman. Allar þessar myndir hafa vakið mikla athygli og aðdáendur Almódovars hafa beðið myndar hans með óþreyju frá því í fyrra. Sumar þessara mynda kepptu um Óskarsverðlaunin en samt berast þær Íslendingum ekki fyrr en verðlaunaathöfnin er löngu liðin og til þess þarf kvikmyndahátíð.Moodysson hefur verið að gera allt vitlaust með Ett hål i mitt hjärta, stórmerkilegri en jafnframt átakanlega erfiðri mynd. Sömu sögu er að segja af Michael Winterbottom, sem gengur með 9 Songs lengra í kynlífssenum en "alvöru leikstjórar" hafa áður gert. Þær myndir sem hér eru nefndar hafa allar vakið ýmist hrifningu, sterk viðbrögð eða deilur og það er illt að þurfa að bíða eftir þeim lengur en nauðsynlegt er. Þetta eru vissulega fullsæmdar skrautfjaðrir fyrir hvaða kvikmyndahátíð sem er en það er eitthvað að ef þær geta ekki spjarað sig á almennum sýningum á Íslandi. Þá væri fólki nær að leggja meira púður í baráttuna fyrir bættri bíómenningu frekar en að rembast við að bæta vínmenningu. Það verkefni er vita vonlaust. Það er gósentíð fram undan hjá íslenskum bíófíklum en um helgina verður langþráð mynd um ævi Peter Sellers, The Life and Death of Peter Sellers með Geoffrey Rush í aðalhutverki, og í lok næstu viku skellur stóra kvikmyndahátíðin á með slíkum kræsingum að það verður full vinna að sjá allt sem er í boði. Úrvalið þarna sýnir og sannar að kvikmyndahátíðir munu alltaf vera okkur Íslendingum nauðsynlegar þó að rjómanum af þeim verði fleytt yfir á almennar sýningar til að stytta biðina eftir myndum sem eru funheitar í umræðunni úti um allan heim.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar