Erlent

Frumvarp um þjóðaratkvæði fellt

Ísraelska þingið felldi í dag frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áætlun Ariels Sharons um brotthvarf ísraelskra landnema frá Gasasvæðinu. Að frumvarpinu stóðu harðlínumenn sem eru mjög andsnúnir hugmyndum Sharons um að Ísralear hverfi frá öllum landnemabyggðum á Gasaströndinni, alls 21, og fjórum af 120 byggðum á Vesturbakkanum. Stjórnmálaskýrendur höfðu talið litlar líkur á að frumvarpið yrði samþykkt og það reyndist rétt í dag þegar 72 greiddu atkvæði gegn því en 39 studdu það. Með þessu er talið að síðustu hindruninni sé rutt úr vegi fyrir stjórn Sharons og hún geti því farið að flytja landnema frá byggðunum í júlí í sumar. Skoðanakannanir sýna auk þess að meirihluti Ísraela styður hugmyndir Sharons um brottflutninginn sem talinn er geta liðkað fyrir friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×