Innlent

Skíðasvæði lokuð vegna veðurs

Skíðasvæðin í kringum höfuðborgarsvæðið voru lokuð vegna veðurs í dag. Önnur helstu skíðasvæði voru hins vegar opin þótt skíðafæri hefði verið misgott. Páskahelgin byrjar ekki vel í Bláfjöllum þar sem lokað er vegna veðurs. Nú í lok marsmánaðar er því ekki not fyrir nýju skíðalyftuna Kónginn sem tekinn var í notkun fyrr í vetur. Í Bláfjöllum var ýmist rok, rigning eða þoka í dag. Fjögurra manna fjölskylda lét þó ekki á sig fá að lokað væri í dag og var mætt í Bláfjöll til að renna sér þegar Stöð 2 kom á staðinn. Móðirin, Guðný Guðmundsdóttir, segir að þau hafi vitað að það væri lokað en hafi ákveðið að fara aðeins út til að leyfa syninum að prófa skíði í fyrsta sinn. Þótt lokað hafi verið í Bláfjöllum og Skálafelli var víða opið í dag en á mörgum stöðum var svokallað vorfæri. Meðal annars var opið í Oddskarði, á Ísafirði og á flestum skíðasvæðum Norðanlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×